Mjólkurfræðinga­félag Íslands

Í þessari bók er greint frá starfi Mjólkurfræðingafélags Íslands á árunum 1990-2020, sagt frá kjarabaráttu og rakið hverjir setið hafa í stjórn félagsins á þessum þremur áratugum. Loks hefur bókin að geyma stéttartal liðlega tvö hundruð mjólkurfræðinga, allt frá upphafi þeirrar starfsgreinar á Íslandi til vordaga 2021.