Sjálfsskaði

Í kæfandi sumarhita kemur til átaka milli lögreglunnar og ungra innflytjenda í Árósum. Í sama mund finnst lík af nakinni konu á bak við gám. Í ljós kemur að konan hafði dáið úr blóðmissi í kjölfar keisaraskurðar. Blaðakonan Dicte sogast inn í rannsókn málsins með lögreglumanninum Wagner. Á sama tíma magnast spennan í átökum lögreglunnar og innflytjenda.