Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Læknirinn í Engla­verksmiðjunni

Saga Moritz Halldórssonar

"Þegar í ljós kom á fullorðinsárum að ég hafði verið rangfeðruð fór ég að spyrja út í ættlegg blóðföður míns. Mér voru sagðar frægðarsögur af forfeðrum en fljótlega áttaði ég mig á því að fortíð eins ættingja, dr. Moritz Halldórssonar, var hjúpuð dauðaþögn."
Þannig hefst mögnuð og áhrifamikil bók Ásdísar Höllu Bragadóttur um ævintýralegt lífshlaup – og sársauka – manns sem átti sér stóra drauma.
Kliður hneykslisradda fór um samfélagið þegar Moritz Halldórsson læknir var handtekinn og færður í gæsluvarðhald í Kaupmannahöfn undir lok nítjándu aldar en hann var bendlaður við ein mestu fjöldamorð í sögu Danmerkur. Áfallið var mikið, bæði fyrir hann og fjölskylduna, sem tilheyrði elítunni í Reykjavík.
Hér er hulunni svipt af harmleik Moritz Halldórssonar læknis og fjölskylduleyndarmálum sem aldrei áttu að verða afhjúpuð. Að baki liggja miklar rannsóknir og heimildaleit sem teygði sig til fjögurra landa.