Niðurstöður

  • Veröld

Á asklimum ernir sitja

Matthías Johannessen hefur um áratuga skeið verið eitt fremsta ljóðskáld okkar Íslendinga. Hér sendir hann frá sér ný ljóð, kominn á tíræðisaldur. Í þessari djúpvitru og einlægu bók tekst skáldið á við samtímann og yrkir kunnugleg stef, um ást, söknuð, umhverfi, fugla, feigð – og von.

Bráðin

Björgunarsveitir eru sendar inn í Lónsöræfi í leit að hópi fólks sem er saknað. Á sama tíma gerast undarlegir atburðir á ratsjárstöðinni á Stokksnesi. Og á nesinu er gat í sjávarklöpp sem sogar til sín fólk ... Bráðin var ein söluhæsta bók ársins 2020 og hlaut mikið lof gagnrýnenda.

Ein

Ung kona sem starfar í heimaþjónustu í blokk fyrir eldri borgara óttast að eiga sök á því að hafa hrundið af stað hræðilegri atburðarás. Í sömu blokk virðist maður hafa orðið fyrir þjófnaði. Og í New York berst ungur íslenskur læknir við að bjarga fórnarlömbum Covid-19 faraldursins.

Færðu mér stjörnurnar

Árið 1937 flytur hin nýgifta enska Alice til Kentucky þar sem hennar bíður óvæntur og erfiður veruleiki með bandarískum eiginmanni sínum. Ástin dofnar og þegar hinn auðugi og valdamikli tengdafaðir hennar snýst gegn henni og vinkonum hennar er skyndilega frelsi þeirra og líf í hættu.

Gengið til rjúpna

Allt um rjúpnaveiði fyrir byrjendur og lengra komna

Farið er yfir það hvernig rjúpnaskyttur þurfa að útbúa sig áður en haldið er til veiða, hvernig best er að haga sér á veiðislóð, greint frá líffræði rjúpunnar, sögu rúpnaveiða, hvernig á að hantera bráðina og matreiða rúpur. Og svo eru veiðisögur af öllu tagi.

Guðni á ferð og flugi

Hér fer Guðni með lesandann í ferðalag um hinar dreifðu byggðir Íslands og heimsækir fólk af öllu tagi sem á það sameiginlegt að vera skemmtilegir og forvitnilegir viðmælendur. Í þessum heimsóknum er Guðni yfir og allt um kring og hin landskunna „guðníska“ skýtur hvað eftir annað upp kollinum.

Höggið

Ung kona vaknar á minnislaus á sjúkrahúsi. Hún þekkir hvorki tilveru sína né sjálfa sig en fær á tilfinninguna að eitthvað sé ekki eins og það eigi að vera. Hún leggur upp í ferðalag inn í fortíð sína þar sem skelfilegir atburðir afhjúpast. Unnur hlaut glæpasagnaverðlaunin Svartfuglinn fyrir söguna.

Konan sem elskaði fossinn

Sigríður í Brattholti

Sigríður í Brattholti (1871–1957) er einn kunnasti náttúruverndarsinni Íslandssögunnar. Hún bjó alla sína ævi í nágrenni við Gullfoss og þegar upp komu hugmyndir um að virkja fossinn hóf hún ein og óstudd baráttu gegn þessum áformum, baráttu fyrir málstað sem hún var tilbúin að fórna lífinu fyrir.

Lok, lok og læs

Ekkert heyrist frá auðugri fjölskyldu sem nýflutt er á afskekktan sveitabæ. Hvað kom fyrir fólkið? Lögreglan rannsakar málið en á sama tíma fær lesandinn innsýn í líf fjölskyldunnar – þar sem ekki er allt sem sýnist. Yrsa í toppformi!

Læknirinn í Engla­verksmiðjunni

Saga Moritz Halldórssonar

Eftir mikla heimildaleit tókst Ásdísi Höllu að svipta hulunni af ævintýralegu lífshlaupi manns sem átti sér stóra drauma og fjölskylduleyndarmálum sem aldrei áttu að verða afhjúpuð. Inn í söguna fléttast mestu fjöldamorð í sögu Danmerkur, sjálfstæðisbarátta Íslendinga og líf Vestur-Íslendinga.

Milli vonar og ótta

Örlagasögur íslenskra ljósmæðra

Íslenskar ljósmæður þurftu í aldanna rás að brjótast í öllum veðrum um erfiðar leiðir til að sinna fæðandi konum. Þær tóku á móti börnum við alls konar aðstæður á misjafnlega búnum heimilum. Hér birtist úrval frásagna úr þriggja binda verki séra Sveins Víkings, Íslenskar ljósmæður.

Nýja Reykjavík

Umbreytingar í ungri borg

Á undanförnum áratugum hefur Reykjavík tekið miklum stakkaskiptum – og á næstu árum mun borgin breytast enn meira. Dagur B. Eggertsson fjallar um sögu þessara róttæku hugmynda sem í stígandi mæli eru að verða að veruleika. En það gekk ekki átakalaust og margt gerðist bak við tjöldin.

Næturskuggar

Ungur maður lætur lífið í dularfullum eldsvoða á Akranesi og skilur eftir sig samfélag í sárum. Athafnamenn á Skaganum villast af þröngum vegi dyggðanna í einkalífi og starfi. Lögreglukonan Elma þarf að kljást við erfitt mál samhliða því að í ljós kemur að líf hennar mun aldrei verða sem fyrr.

PTSD

Ljóð með áfallastreitu

Eftir að hafa greinst með krabbamein brutust fram hjá Ragnheiði Guðmundsdóttur gömul áföll sem hún hafði aldrei unnið úr. Hún varð að horfast í augu við þungbæra reynslu og takast á við hana. Hún fór að skrifa ljóð til að skilja betur erfiðar hugsanir og tilfinningar.

Réttindabréf í byggingu skýjaborga

Líkt og í fyrri bókum Eyþórs er sveitin yfir og allt um kring – en inn á milli bregður hann sér á allt aðrar slóðir. Ljóðin eru þrungin djúpri næmi höfundar á umhverfi sínu og rangölum sálarlífsins.

Saga finnur fjársjóð (og bætir heiminn í leiðinni)

Saga er nýflutt í borgina og leiðist. Hún fer út og hittir þar þrjá stráka sem allir eru eins, og saman ákveða þau að gera heiminn betri. Þau byrja á því að tína upp rusl í fjörunni og finna þar óvenjulegan fjársjóð sem hefur óvæntar afleiðingar í för með sér ...

Skipskaðar á svörtum söndum

Örlög og mannraunir á suðurströndinni

Sandarnir miklu á suðurströndinni hafa orðið grafreitur margra skipa. Barátta sjómanna fyrir lífi sínu í brjáluðu briminu hefur oftar en ekki verið tvísýn. Hér er fjallað um söguleg skipbrot við suðurströndina allt aftur til mannskæðasta sjóslyss Íslandssögunnar, þegar Gullskipið strandaði.

Slétt og brugðið

Sex konur hafa í fjöldamörg ár hist í saumaklúbbi. Dag einn ákveða þær hins vegar að gera eitthvað allt annað en vanalega þegar þær koma saman. Þetta hrindir af stað óvæntri atburðarás sem á eftir að hafa mikil áhrif á líf þeirra.