Útgefandi: Veröld

Hljóðin í nóttinni

Minningasaga

Þessi minningasaga Bjargar Guðrúnar Gísladóttur var tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna 2014. Eymd og niðurlæging í Höfðaborginni í Reykjavík og sársaukafullt uppgjör við margt af því ljótasta sem lífið hefur upp á að bjóða. Björg var fyrst til að greina frá því hvernig Skeggi Ásbjarnarson níddist á börnum sem áttu undir högg að sækja.

Þú

Halla Gunnarsdóttir yrkir hér um fæðingu og fyrstu tilfinningaþrungnu vikurnar í lífi móður og barns. Hún lýsir átökunum, sársaukanum og gleðinni en inn á milli skjóta upp kollinum kómískir atburðir sem eiga sér stað mitt í þessu tilfinningaróti.