Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Markús

Á flótta í 40 ár. Öðruvísi Íslandssaga

  • Höfundur Jón Hjaltason
Forsíða bókarinnar

Jón Hjaltason sagnfræðingur notar ótrúlega sögu útlagans Markúsar Ívarssonar til að varpa ljósi á lífsaðstæður á 19. öld og tekst á við goðsagnir. Máttu fátækir giftast? Hvað með „falleraðar“ konur? Alræði bænda? Voru einstæðar mæður réttlausar? Fjallað er um tukthús og böðla, ótrúlegar skyldur presta, hór, legorð og faðernispróf 19. aldar.