Höfundur: Ragnar Ingi Aðalsteinsson

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Bestu gamanvísurnar Almenna bókafélagið Ragnar Ingi Aðalsteinsson hefur undanfarin ár safnað saman úrvalsvísum af ýmsum toga sem eiga það sameiginlegt að vera fyndnar, frumlegar, furðulegar eða allt þetta. Sumar vísurnar leika á hvers manns vörum, aðrar eru alveg nýjar og óbirtar. Í upphafi bókarinnar er stórskemmtilegt ágrip um helstu gamanvísnahöfunda þjóðarinnar. Stórskemmtileg bók.
Ennþá vakir vísnaglóð Kristján Runólfsson Bókaútgáfan Sæmundur Höfundur var Skagfirðingur og bjó lengst af á Sauðárkróki þar sem hann stofnaði meðal annars og starfrækti minjasafn. Hann var afkastamikið skáld og hagyrðingur og eftir hann liggur mikið safn fjölbreytts kveðskapar. Bókin hefur að geyma úrval af ljóðum Kristjáns, valið af Ragnari Aðalsteinssyni sem jafnframt ritar formála.
Líkið er fundið Sagnasamtíningur af Jökuldal Bókaútgáfan Hólar Í þessari bráðskemmtilegu bók, Líkið er fundið, er ógrynni skemmtilegra sagna og vísna, enda eru Jökuldælingar þekktir fyrir létta lund langt aftur í ættir og leyfa nú öðrum að njóta þess með sér.
Stafavísur Lestrarnám í ljóði og söng Bókafélagið Þessi bók er ætluð leikskólabörnum og yngstu nemendum í grunnskóla. Hún er gerð til að örva lestraráhuga barna og létta þeim fyrstu skrefin á brautinni til bóknáms. Hér er ný vísa um hvern staf og vísunum fylgja myndir og nótur ásamt gítarhljómum. Alls komu 34 hagyrðingar að vísnagerðinni og eru þær ortar undir fjölmörgum bragarháttum.