Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Líkið er fundið

Sagnasamtíningur af Jökuldal

  • Endursögn Ragnar Ingi Aðalsteinsson
Forsíða bókarinnar

Í þessari bráðskemmtilegu bók, Líkið er fundið, er ógrynni skemmtilegra sagna og vísna, enda eru Jökuldælingar þekktir fyrir létta lund langt aftur í ættir og leyfa nú öðrum að njóta þess með sér.

Sigurður Aðalsteinsson frá Vaðbrekku sér „draug“.

Kolbeinn Arason flýgur með lík.

Gunnar á Fossvöllum fullyrðir að Akureyrardeildin í Helvíti sé full.

Þuríður Hallgrímsdóttir á Brú fær bréf frá hatursmanni sínum.

Jón í Möðrudal auglýsir eftir ráðskonu.

Séra Sigurjón Jónsson býr til nýtt Faðirvor.

Haukur á Hauksstöðum fer sér til hressingar á Heilsuhælið í Hveragerði en fær þá óvænt skeyti frá Hákoni Aðalsteinssyni.

Þetta sýnir bara brot af þeim fjölmörgu sprenghlægilegu sögum sem þessi frábæra bók hefur að geyma!