Niðurstöður

  • Fræðibækur

Rannsóknir í heimspeki

Bókin kom fyrst út ásamt enskri þýðingu árið 1953 og var strax talið eitt allra merkasta heimspekirit 20. aldar. Wittgenstein var ástríðufullur hugsuður, gæddur miklum persónutöfrum, en var mörgum samtíðarmönnum hálfgerð ráðgáta. Djúpstæð greining hans á tungumálinu og tengslum þess við mannshugann og umheiminn er leiðarstefið í þessu höfuðriti hans. Jóhann Hauksson vann að þýð...

Raunveruleiki hugans er ævintýri

Um valdar sögur Vigdísar Grímsdóttur, einkenni þeirra og viðtökur

Bókin fjallar um valdar sögur Vigdísar Grímsdóttur, einkenni þeirra og viðtökur í ljósi hugrænnar bókmenntafræði. Rætt er um ímyndunarafl persóna, einkaheima, ímyndaða vini, samlíðan og valdabaráttu. Þá er fjallað um tilfinningaviðbrögð lesenda andspænis persónum og aðstæðum í skáldskap Vigdísar.

Reykjaholt Revisited.

Representing Snorri in Sturla Þórðarson’s Íslendinga saga

Bókin fjallar um mynd þá sem Íslendinga saga Sturlu Þórðarsonar dregur upp af Snorra Sturlusyni. Fræðimenn hafa löngum dregið mjög í efa hlutlægni Sturlu enda hefur mynd hans af Snorra ekki hugnast þeim. Í bókinni er lýsingin á Snorra og fjölskyldu hans í Reykholti greind og skýrð út frá frásagnarfræði verksins og ætlun höfundar með verkinu.

Sagnalandið

Tengsl íslenskrar náttúru, sagnaarfs og bókmennta eru órjúfanleg og það hafa skáld okkar og rithöfundar nýtt sér á margvíslegan hátt, jafnt á liðnum öldum sem í nútímanum. Hér hefur Halldór Guðmundsson viðkomu víða um land og segir frá höfundum og bókmenntaverkum, þjóðsögum og atburðum úr sögunni. Bókin kemur einnig út á ensku.

Salt og hunang

Orð úr Biblíunni til íhugunar fyrir hvern dag ársins

Hér er fjallað um viðfangsefni daglegs lífs, eins og kvíða, reiði, samskipti, tilgang, gleði, þakklæti, trú og efa, kærleika og ást. Orðin eru ýmist sölt eða sæt og skilja eftir mismunandi eftirkeim hjá lesandanum. 2. prentun þessarar vinsælu bókar.

Samfélags­hjúkrun

Bókin byggist á reynslu og þekkingu á hjúkrun í íslensku samfélagi og er ætluð til kennslu á 3. hæfniþrepi sjúkraliðanáms. Hún á þó erindi víðar því hún miðlar þekkingu og skilningi á samfélagshjúkrun almennt, með sérstakri áherslu á geðhjúkrun. Efninu er skipt í þrjá hluta þar sem fjallað er um samfélag, fjölskyldu og geðheilsu í víðu samhengi.

Baráttan fyrir mannúðlegu samfélagi

Samræður um frið

Í þessu fallega ritgerðasafni fjallar japanski friðarfrömuðurinn Daisaku Ikeda um kynni sín af nokkrum helstu málsvörum friðar og mannréttinda, m.a. þeim Rosu Parks, Nelson Mandela, Linus Pauling og fleirum sem höfðu áhrif á hann og hans eigin friðarbaráttu. Verk Ikeda hafa verið þýdd á fimmtíu tungumál og nú loks einnig á íslensku.

Sálubót

Afmælisrit til heiðurs Jörgen L. Pind

í bókinni sameina krafta sína afmælisbarnið og samstarfsfólk hans í sálfræði og málfræði og fjalla um margvísleg efni, m.a. lesblindu og sjónskynjun, sögu og uppruna sálfræðinnar, klíníska sálfræði, íslensku á erlendri grundu, orðfræði og málrækt.

Sjávarplássið Dalvík

Hér er fjallað í máli og myndum um útgerð og fiskvinnslu í sveitarfélagi með fjölbreytta og rótgróna sjávarútvegshefð. Bókarhöfundur er Dalvíkingur og viðskiptafræðingur með fjölþætta reynslu af starfsemi tengdri sjávarútvegi og fjallar um söguna allt frá hákarlaútgerð svarfdælskra bænda til veiða og vinnslu með tækni nútímans. Áhugaverð bók um mannlíf, atvinnulíf, dugnað og f...

Sjö goðsagnir um Lúther

Marteinn Lúther hafði mikil áhrif með uppreisn sinni gegn hugmyndalegu einræði páfadóms snemma á sextándu öld. Þekktar eru kröfur hans um afnám aflátssölunnar og rétt presta til að ganga í hjónaband. Skoðanir hans á mörgum öðrum málum eru almenningi lítt kunnar. Lúther eru eignuð margvísleg framfaraspor, sum með rökum sem ekki standast nánari skoðun. Í þessari bók er hulunni ly...

Skáldkona gengur laus

Erindi 19. aldar skáldkvenna við heiminninninn

Hér er fjórum skáldkonum frá 19. öld sleppt lausum úr handritageymslu Þjóðarbókhlöðunnar. Í kveðskap þeirra má sjá skýra sjálfsmynd og merkilega afstöðu til náttúrunnar og ímyndunarafls. Bókin er afrakstur margra ára rannsókna Guðrúnar Ingólfsdóttur.

Skessur og fornkappar

25 Íslendingasögur / 25 sögur af skess­um og skrímslum

Margar af minnisstæðustu persónum Íslendingasagnanna og skessur og skrímsli þjóðsagnaarfsins spretta hér ljóslifandi fram í skemmtilegum endursögnum. Handhægar smábækur sem eru upplagðar í ferðalagið eða sögustundir heimafyrir.

Skipskaðar á svörtum söndum

Örlög og mannraunir á suðurströndinni

Sandarnir miklu á suðurströndinni hafa orðið grafreitur margra skipa. Barátta sjómanna fyrir lífi sínu í brjáluðu briminu hefur oftar en ekki verið tvísýn. Hér er fjallað um söguleg skipbrot við suðurströndina allt aftur til mannskæðasta sjóslyss Íslandssögunnar, þegar Gullskipið strandaði.

Skipskaðar við Ísland

Fyrir nokkrum árum skrifaði ég gagnagrunninn yfir sokkin skip flugvélar og kafbáta sem hafa sokkið við strendur Íslands. Núna gef ég grunninn út í bók. Þessi bók er fyrsta bindið af um 10 bindum og tekur yfir styrjaldarárin frá 1940-1950. Það sem kom mér mikið á óvart hversu margir þýskir kafbátar liggja í kringum ísland. Þeim er gerð skil í þessarri bók.

Skírnir - Tímarit HÍB

Vor og haust 2021

Fjölbreytt og vandað efni, m.a. um íslenskt mál, bókmenntir, náttúru og sögu, heimspeki, myndlist, stjórnmál og ýmis fræði í sögu og samtíð. Skírnir er elsta menningartímarit á Norðurlöndum og kemur út tvisvar á ári. Nýir áskrifendur velkomnir: sími: 588-9060.

Skurðpunktar

Heimsóknir til staða á Íslandi þar sem lengdar- og breiddarbaugar skerast

Um Ísland liggja ellefu lengdarbaugar og þrír breiddarbaugar sem skerast á 23 stöðum innan strandlengjunnar. Í bókinni heimsækir höfundur alla þessa skurðpunkta í máli og myndum en þeir gefa vissan þverskurð af landinu og náttúrufari þess. Staðirnir fá hér sinn sess sem fulltrúar hinnar almennu náttúru, sem ávallt er merkileg á sinn hátt.

Smárit - Hvers vegna hræðumst við ímyndunaraflið? Af siðaskiptum og fagurfræði

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur

Hér er á ferðinni smárit í nýrri ritröð Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. Þetta rit er þýðing á verki danska heimspekingsins og guðfræðingsins Dorthe Jørgensen um áhrif siðaskiptanna á stöðu ímyndunaraflsins.

Smárit - Kynlíf og lygar. Samfélagseymd Marokkó

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur

Hér er á ferðinni smárit í nýrri ritröð Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. Þetta rit er þýðing á verki fransk-marokkóska rithöfundarins og blaðakonunnar Leïla Slimani um tvöfalt siðgæði í kynferðismálum í Marokkó.