Barnabækur - Skáldverk 12-18 ára

Hrím

Hætturnar leynast víða á annars konar Íslandi þar sem mannfólk deilir landinu með risavöxnum dýrum, ekki síst á veturna þegar hrímsvelgirnir koma niður af hálendinu. Líf Jófríðar umturnast þegar hún þarf að velja á milli tveggja stráka og ábyrgðin á velferð Mývatnsskarans hvílir skyndilega á hennar herðum. Ævintýraleg þroskasaga um ástir og örlög.

Mömmuskipti

Linda hefur alltaf verið frægari en hana langar. Mamma hennar er áhrifavaldur sem tjáir sig óspart um fjölskyldulífið á netinu og barnamynd af Lindu er þekkt um allan heim. En nú versnar í því! Mamma Lindu keppir um pláss í nýjum raunveruleikaþætti. Ef allt fer á versta veg fá þau nýja mömmu í heilan mánuð og alþjóð mun fylgjast með!

Síðasti seiðskrattinn bók 3 Návaldið

Lokabindið í æsispennandi fantasíuþríleik fyrir börn og unglinga. Hildur, Theódóra og Baldur eru uppgefin eftir innrásina frá Túle. Bjarni vinur þeirra er fastur í öðrum veruleika þar sem Návaldið skelfilega leikur lausum hala. Úrslitaorrustan við hinn hinsta dauða nálgast hratt, en kraftar söguhetjanna eru öflugri en þau grunar.

Ævintýrið um Víólu, Sæsa og illskeyttu nornina Elvíru

Sæsi flýr að heiman og sest að í skógi. Hann þekkir engann þar og leiðist. Það lagast þegar hann hittir Víólu og síðar Elvíru sem hann verður ástfanginn af. Hún er norn en Sæsi hefur ekki hugmynd um það. Elvíra týnir galdrasprotanum og getur því ekki galdrað allt sem hún vill en nægilega mikið til þess að valda vandræðum og veseni.