Niðurstöður

  • Barnabækur - Skáldverk 12-18 ára

Afkvæmi óttans

Í ársbyrjun 2022 hitta tvær stelpur og tveir strákar í 10. bekk gamla konu sem segir: „Heimskan er afkvæmi óttans.“ Og unglingarnir vakna til umhugsunar. Fáfræðin verður að víkja fyrir trú á mannkynið og trú á að heimurinn geti orðið betri. Fyrr en varir eru þau stödd í alþjóðlegri hringiðu sem er hlaðin spennu og að þeim er ráðist úr öllum áttum …

Akam, ég og Annika

Stytt útgáfa

Stytt útgáfa af bókinni Akam, ég og Annika sem hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2021 í flokki barna- og ungmennabóka. Einfalt málfar og orðskýringar til að koma til móts við fjölbreyttan lesendahóp. Óvænt og spennandi unglingabók eftir nýjan höfund.

Álfheimar

Risinn

Soffía er skyndilega og furðulostin komin í álfaheiminn Tudati ásamt vinum sínum Konál, Pétri
 og Dagnýju. Fyrir þeim liggur að ríkja yfir hinum fullkomna heimi sem drottningar og konungar. Eini vandinn er að Soffíu finnst hún varla nógu glæsileg og frábær til að verða drottning og hún trúir því ekki að galdrameistarinn Mestiok hafi álit á henni.

Allt er svart í myrkr­inu

Tinna er veðurteppt á sjúkrahúsi í litlum bæ úti á landi þar sem hún kynnist Dóru, dóttur yfirlæknisins. Drungalegir atburðir gerast þegar þær hætta sér inn á lokaða deild á sjúkrahúsinu. Fúllyndur hjúkrunarfræðingur eltir þær á röndum og áður en þær vita af eru þær flæktar inn í atburðarás sem reynist þeim lífshættuleg.

Dulstafir

Brons­harp­an

Nýr andstæðingur. Nýir bandamenn. Meiri máttur. Rúmu ári eftir ævintýrið í hafinu er Elísa skyndilega stödd í ókunnum heimi. Þar kynnist hún fjórum ungmennum sem hafa svipaða krafta og hún. Gæslumenn grunnefnanna hafa verið kallaðir saman til að bjarga deyjandi heimi. En tekst þeim ætlunarverk sitt?

Dagbók Drekagyðjunnar

Ung stúlka að nafni Angelica White lendir í því einn daginn að dragast inn í annan heim, sem er fullur af galdraverum. Til að komast heim þarf hún að finna manneskju sem hvarf fyrir fimmtíu árum. Þar á meðal finnur hún hálsmen sem dregur hana í marga alda stríð á milli ætta.

Drengurinn með ljáinn

Daginn sem Hallur er hársbreidd frá dauðanum breytist allt. Dökkklæddi maðurinn birtist og býður Halli að verða drengurinn með ljáinn. Þessi magnaða bók er sköpunarverk metsöluhöfundarins Ævars Þórs og bróður hans, Sigurjóns; hröð og grípandi saga, prýdd fjölda mynda, sem lætur engan ósnortinn.

Heimsendir, hormónar og svo framvegis

Í tíunda bekk hvílir margt á vinkonunum þremur, Rakel, Millu og Lilju. Það er menntaskólavalið óyfirstíganlega, hvert þær stefni í lífinu yfirleitt, já og svo þessar furðuverur sem virðast elta þær á röndum. Seinasta bókin í hryllilega fyndnum og æsispennandi þríleik sem lýsir tilfinningum unglinga af næmi og hlýju.

Á morgun-serían #2

Í skjóli nætur

Í skjóli nætur er æsispennandi framhald sögunnar Á morgun, þegar stríðið hófst, um hóp unglinga sem er fyrirvaralaust staddur á miðju stríðssvæði. Þau munu aldrei gefast upp. Ekki átakalaust. En stundum er hugrekkið of dýru verði keypt.

Ofurvættir

Æsispennandi framhald bókarinnar Ljósberi sem hlaut frábærar viðtökur í fyrra, meðal annars Íslensku barnabókaverðlaunin. Nú hafa heimsgáttirnar opnast og ungmennin fjögur þurfa að efla krafta sína því að hryllingurinn sem flæðir á milli heima er miklu öflugri en nokkuð sem þau hafa áður séð. Ævintýrasaga á heimsmælikvarða!

Órói

- Krunk hrafnanna

Gömul, stórfurðuleg kona verður á vegi Svandísar sem flækist inn í spennuþrunginn ævintýraheim álfa, skuggafólks, kynjaskepna og drauga. Þegar Þráinn, nýi strákurinn í bekknum, bætist í vinahópinn kvikna nýjar tilfinningar og ástamálin flækjast.

SKAM 4. þáttaröð: Sana

Í þessari bók eru senur sem aldrei voru teknar upp og samtöl sem voru klippt burt ásamt athugasemdum og hugleiðingum. Þetta er handritið að fjórðu þáttaröð Skam, nákvæmlega eins og það var skrifað.

Skotti og sáttmálinn

Hvað er það versta sem 12 ára strákur gæti þurft að takast á við í lífi sínu? Kannski mannabein sem eru ekki þar sem þau ættu að vera? Ótrúlega dularfullan leynikjallara með hryllilegum hættum? Sex eldri systur? Eða kannski flóðrottur?

Skuggabrúin

Í fjarlægri framtíð, á ísilagðri jörð, hafa allar stjörnurnar slokknað nema ein; án hennar væri vetrarmyrkrið algert. Þegar síðasta stjarnan hverfur verða Dimmbrá og Hnikar viðskila og hrekjast um heimskautið. Ekki er allt sem sýnist og myrkrið grúfir yfir. Hvað varð um stjörnuna, hvernig tengist hún skuggabrúnni — verður hægt að afstýra almyrkva?

Uppskrift að klikkun

Hjartasósa, hafgúuheilar og gvakamóri við leiðindum

Lúsí er 13 ára. Henni leiðist nýi kærasti mömmu sinnar og dreymir um að flytja til Berlínar. Lúsí finnst hún detta í lukkupottinn þegar hún sér auglýst eftir manneskju til að viðra hund hinum megin í bænum en kemst þó fljótt að því að það er enginn hundur heldur skrítinn gamall maður í leit að ritara fyrir dularfulla uppskriftabók.

Verum ástfangin af lífinu – vinnubók

Vinnubók sem fylgir eftir hinni vinsælu bók Verum ástfangin af lífinu. Þorgrímur hvetur ungmenni landsins til dáða með fjölmörgum verkefnum sem auka sjálfsþekkingu, aðstoða við að setja markmið og temja sér dugnað, sjálfsaga og einbeitingu. Allt eru þetta mikilvæg atriði til að styrkja sjálfsmynd krakka og löngun þeirra til að standa á eigin fótum.

Vættaveiðar

Jarmalandskrónikan – 2. hluti

Orrustunni um Salajak er lokið en ekki baráttunni við vættina. Margir hafa flúið gamla heimili sitt í fjallinu til undirheimanna. Stríðsmaðurinn Ristin og vættaprinsinn Dhor hverfa inn í hyldýpi Jarmalands. Á hæla þeirra er mýgrútur hermanna, riddara og álfa ...