Barnabækur - Skáldverk 12-18 ára

Síða 1 af 2

Ekkert

Það rennur upp fyrir Pierre Anthon að ekki taki því að gera neitt, af því að ekkert hafi þýðingu þegar allt komi til alls. Hann kemur sér fyrir uppi í tré og ögrar þaðan bekkjarsystkinum sínum. Þau reyna að sannfæra hann um tilgang lífsins með aðferðum sem fara að lokum út í öfgar. Verðlaunabók sem gefin hefur verið út á 36 tungumálum.

Fellihýsageymslan

Eru krakkar skyldugir til að biðja fullorðna um aðstoð við allt sem er spennandi, skemmtilegt eða krefjandi? 6. bekkingarnir og frændsystkinin Þórunn og Santiago lenda í óvæntum aðstæðum og taka málin í sínar hendur. Við tekur skrautlegt tímabil þar sem eini fasti punkturinn í tilverunni er sjónvarpsfréttaáhorf heima hjá ömmu og afa.

Flóttinn á norðurhjarann

Það ríkir hungursneyð á Íslandi. Solla er nýorðin tólf ára þegar mamma hennar segir henni að til að lifa af þurfi þær að yfirgefa kotið sitt. Solla getur ekki ímyndað sér hvert þær geti flúið. Þær eiga engan að nema hvor aðra. Hvern ætlar mamma að biðja um hjálp? Og hvaða leyndarmál geymir hún sem Solla má ekki vita? Áhrifarík verðlaunabók.

Skuggabrúin Heiðmyrkur

Í Heiðmyrkri lýkur Ingi Markússon sögunni sem hófst með Skuggabrúnni og hélt áfram í Svikabirtu, bókum sem vakið hafa verðskuldaða athygli og lof. Heiðmyrkur bindur þríleikinn saman í myrkri frásögn á mörkum fantasíu og vísindaskáldskapar - sögu um vináttuna og hefndina; lífið og eilífðina; vitundina og vélina...

Lífsins blóð

Saga úr sagnabálkinum Hvísl hrafnanna

Þegar á 18. öld er Elias nálægt því að afhjúpa leyndarmál guðanna. En Óðinn vill ekki deila valdi sínu og í refsingarskyni drepur hann fjölskyldu Eliasar. Spámaður segir Eliasi að það sé til framtíð og bætir við: „Finndu þann sem ræður yfir tímanum.“ En þegar Elias gerir það breytist allt og hann stendur frammi fyrir erfiðum valkosti.

Skólastjórinn

Salvar, 12 ára vandræðagemsi, sótti um stöðu skólastjóra því honum fannst það fyndið. En fyrir mistök fær hann starfið. Hann mætir til leiks vopnaður ferskum hugmyndum um hvernig megi gera skólann betri. (Pítsa og kandífloss í hádegismat! Blundtími! Grís í hvern bekk!) Hvað er það versta sem gæti gerst? Sprenghlægileg og hjartnæm verðlaunabók.