Niðurstöður

  • Barnabækur - Ungmennabækur

Aðeins færri fávitar

Aðeins færri fávitar er önnur bók Sólborgar Guðbrandsdóttur, byggð á samnefndu samfélagsverkefni hennar gegn stafrænu og annars konar kynferðisofbeldi. Hér er vangaveltum unglinga um samskipti kynjanna, kynlíf og sambönd svarað og áhersla lögð á sterka sjálfsmynd þeirra og sjálfsöryggi. Fyrsta bók Sólborgar, Fávitar, var ein mest selda bókin í fyrra.

Akam, ég og Annika

Hrafnhildur flytur til Þýskalands með fjölskyldu sinni þegar stjúpfaðir hennar fær þar vinnu. Nýi skólinn er strangur og hún saknar fólksins heima. Það er erfitt að vera nýja stelpan í bekknum, mállaus og vinalaus, en það virðist vera til verra hlutskipti. Hverjum getur hún eiginlega treyst? Af hverju vill Annika endilega vera vinkona hennar – og í hvaða vandræðum er Akam?

Á hjara veraldar

Hópur vaskra drengja er sendur út í Kappadranga í árlega manndómsvígslu að veiða sjófugl og ná í egg. En nú kemur enginn að sækja þá. Hvað hefur gerst, hvenær verða þeir sóttir? Þeir mega dúsa í erfiðum aðstæðum og þegar á reynir kemur innri maður í ljós. Spennandi, hjartnæm og vel skrifuð bók eftir Geraldine McCaughrean. Bókin hlaut Cilip Carnegie verðlaunin.

Banvæn snjókorn

Hanna er nýflutt til pabba síns á Íslandi, til að ganga í menntaskóla. Imogen er áhrifavaldur með meira en milljón fylgjendur sem kemur til að halda fyrirlestur um samfélagsmiðla í Hörpu. Þegar leiðir þeirra liggja saman er önnur grunuð um morð, leitin að sannleikanum leggur hina í lífshættu. Æsispennandi ungmennasaga eftir metsöluhöfund.

Dulstafir - bók 1

Dóttir hafsins

Líf Elísu, sextán ára unglings frá Vestfjörðum, gjörbreytist á einni nóttu þegar hún heyrir tónlist berast frá hafinu. Tónlistin leiðir hana niður í fjöru og ofan í undirdjúpin. Elísa dregst inn í háskalega atburðarrás og kemst að því að hún er hluti af spádómi ævafornrar menningar á hafsbotni. Er hún verðug þess að bera titilinn dóttir hafsins.

Drekar, drama og meira í þeim dúr

Flissandi fyndin en hádramatísk saga um vinkonurnar Millu, Rakel og Lilju sem ramba á dularfullan, vængjalausan dreka í lagerhúsnæði í Smáralind. Eins og þær eigi ekki nóg með sínar rómantísku flækjur og endalaust foreldradrama. Sjálfstætt framhald Vampírur, vesen og annað tilfallandi sem fékk Íslensku barnabókaverðlaunin 2020.

Eldhugar

Konurnar sem gerðu aðeins það sem þær vildu

Þrjátíu meistaralega sagðar myndasögur um stórkostlegar konur. Sú elsta var uppi á fjörðu öld fyrir Krist, nokkrar eru enn á lífi. Eldhugar er fyndin, hröð og grípandi verðlaunabók sem lætur engan lesanda ósnortinn og höfðar jafnt til snjallra krakka sem og fullorðinna. Vinsælir teiknimyndaþættir, sem byggjast á bókinni, hafa verið í sýningu á RÚV.

Eldurinn

Hefur þig alltaf langað að leika lausum hala í skólanum eftir lokun? Fara í feluleik, setja teiknibólu í kennarastólinn, aftengja skólabjölluna. Halla, Hildigunnur, Kári og Skarpi eru ein í skólanum, hvert með sína ástæðu. Það stóð samt aldrei til að kveikja í … eða hvað? Æsispennandi unglingabók!

Ég á þig

Íris Aða er á ferðalagi með foreldrum. Hún fær að skreppa í hjólaferð sem fer öðruvísi en ætlunin var. Hvaða hvolpur er þetta sem kemur og fer, birtist og hverfur? Og hvað varð um strákinn sem hvarf þarna fyrir langalöngu? Hrönn Reynisdóttir er lesendum að góðu kunn fyrir ungmennabækurnar um Kolfinnu. Nú skrifar hún æsispennandi glæpasögu.

Fótboltaspurningar 2021

Hver var aðalmarkvörður Ítala á EM 2020? Hvers son er Böddi löpp? Hvaða náttúrufyrirbæri má sjá í merki Stjörnunnar? Hvaða félag heldur Símamótið í knattspyrnu fyrir yngri flokka stúlkna? Hvernig er fallbyssan í merki Arsenal á litin? Hvaða þýska Bundeslígulið hefur viðurnefnið Úlfarnir? Hér er farið út úm víðan völl og spurt um fjölmargt úr knattspyrnuheiminum. Fótboltaspurnin...

Fótbolti - allt um hinn fagra leik

Viltu vita allt um fótboltann? Hér er farið yfir allt sem viðkemur fótboltanum, frá uppruna leiksins til upplýsinga um öll helstu mót heims og um bestu liðin. Glæsilega myndskreytt með meira en 200 ljósmyndum.

Fríríkið

Þar sem endur drekka kvöldkaffi við eldhúsborðið, froskar slaka á í klósettinu, háttatímum er breytt í gítarpartí og heimalærdómi í leikrit – er aldrei dauð stund. Og ef hún drepst óvart þá sér Allamma um að lífga hana við! Fríríkið er spennandi unglingabók með einstaklega skrautlegum persónum sem leiða lesandann óvænt ferðalag.

Hafsfólkið I-III

Þrjár bækur í pakka – Hyldýpið, Sæþokan og Maurildi. Æsispennandi þríleikur þar sem aðalsöguhetjan Tuva berst gegn illum öflum sem leynast undir yfirborði sjávar í sænska skerjagarðinum. Magnaðar ungmennabækur eftir sænsku mæðgurnar Camillu og Vivecu Sten sem fengið hafa frábærar viðtökur.

Harry Potter og fanginn frá Azkaban

Hættulegasti fangi allra tíma, Sirius Black, gamall félagi Voldemorts, hefur sloppið úr hinu rammgerða fangelsi Azkaban – og virðist vera að leita uppi Harry Potter. Harry og vinir hans mega því búast við hinu versta nú þegar þau hefja þriðja árið sitt í Hogwarts-skólanum.

Húsið í september

Bærinn Gálgi stendur á afskekktri eyju og Áróra þráir ekkert heitar en komast þaðan. Hún forðast bæinn og allir í bænum forðast hana, allir nema Nói, hennar eini vinur. En þótt Áróra vilji burt af eyjunni virðist eyjan ekki tilbúin að sleppa henni. Húsið í september kallar og þar er Áróru beðið af mikilli eftirvæntingu.

Hvísl hrafnanna I-III í pakka

Þrjár bækur í pakka. Anna býr yfir þeirri gáfu að sjá ljóslifandi atburði úr fortíðinni. Allt sitt líf hefur hún verið ein á báti og þurft að treysta á sjálfa sig. Ragnarök vofa yfir og Anna er sú eina sem getur bjargað heiminum. En mörg ljón eru í veginum. Æsipsennandi og bráðskemmtilegur þríleikur sem hlotið hefur einróma lof gagnrýnenda.

Kennarinn sem kveikti í

Nýr afleysingakennari tekur við BÖ-bekknum eftir ógurlegar hremmingar síðustu mánaða. Þegar krakkarnir eru sendir í dularfullan ratleik í mannlausum skólanum læðist að þeim óþægilegur grunur. Í þetta sinn fylgjum við hinum einstaka, bráðgreinda en stundum misskilda Fannari í gegnum hraða, fyndna og hörkuspennandi atburðarás í bók sem fær hárin til að rísa.

Ljósberi

Fjögur ungmenni rannsaka dularfullan dauða læri­meistara síns. Þeim er öllum gefin skyggnigáfa en eru mislangt á veg komin í að beita henni. Fljótlega blasir við að ekkert af því sem þau þóttust vita um lífið, alheiminn og eðli tilverunnar er eins og þau héldu. Mögnuð fantasía um djöfla og galdra­meistara sem sigraði í samkeppninni um Íslensku barna­bóka­verð&sh...