Barnabækur - Skáldverk 12-18 ára

Dýrabær (Animal farm)

Huginn endursegir Animal farm eftir George Orwell. Bókin er 74 myndskreyttar blaðsíður. Verkið á mikið erindi í dag þar sem lýðræði á víða undir högg að sækja og valdhafar ríghalda í völd sín og misþyrma lýðræðinu. Jafnrétti og mannréttindi eru fótum troðin, líka hér á Íslandi, og þeir sem brjóta á réttindum lítilmagnans eru varðir af kerfinu.

Lockwood og Co.

Öskrin frá stiganum

Draugafaraldur herjar á England en einu manneskjurnar sem greina drauga eru börn og ungt fólk og flest vinna þau í stórum fyrirtækjum sem draugabanar. Lockwood og Co. er minnsta sjálfstæða draugabanafyrirtækið og þar er að finna sérlega hæfileikaríka einstaklinga en þeirra bíður flókið úrlausnarefni. Spennandi bók fyrir 10+

Anna í Grænuhlíð Rilla á Arinhæð

VIII

Börn Önnu og Gilberts eru næstum fullorðin, fyrir utan hina fallegu og skapmiklu Rillu Blythe. Þegar sagan hefst er Rilla tæplega fimmtán ára og getur ekki hugsað um annað en að fara á sinn fyrsta dans og fá sinn fyrsta koss frá myndarlegum Kenneth Ford. En ófyrirséðar áskoranir bíða hinnar taumlausu Rillu þegar heimur hennar kemst í uppnám.