Barnabækur - Skáldverk 12-18 ára

Afkvæmi óttans

Í ársbyrjun 2022 hitta tvær stelpur og tveir strákar í 10. bekk gamla konu sem segir: „Heimskan er afkvæmi óttans.“ Og unglingarnir vakna til umhugsunar. Fáfræðin verður að víkja fyrir trú á mannkynið og trú á að heimurinn geti orðið betri. Fyrr en varir eru þau stödd í alþjóðlegri hringiðu sem er hlaðin spennu og að þeim er ráðist úr öllum áttum …

Álfheimar

Risinn

Soffía er skyndilega og furðulostin komin í álfaheiminn Tudati ásamt vinum sínum Konál, Pétri
 og Dagnýju. Fyrir þeim liggur að ríkja yfir hinum fullkomna heimi sem drottningar og konungar. Eini vandinn er að Soffíu finnst hún varla nógu glæsileg og frábær til að verða drottning og hún trúir því ekki að galdrameistarinn Mestiok hafi álit á henni.

Allt er svart í myrkr­inu

Tinna er veðurteppt á sjúkrahúsi í litlum bæ úti á landi þar sem hún kynnist Dóru, dóttur yfirlæknisins. Drungalegir atburðir gerast þegar þær hætta sér inn á lokaða deild á sjúkrahúsinu. Fúllyndur hjúkrunarfræðingur eltir þær á röndum og áður en þær vita af eru þær flæktar inn í atburðarás sem reynist þeim lífshættuleg.

Skuggabrúin

Í fjarlægri framtíð, á ísilagðri jörð, hafa allar stjörnurnar slokknað nema ein; án hennar væri vetrarmyrkrið algert. Þegar síðasta stjarnan hverfur verða Dimmbrá og Hnikar viðskila og hrekjast um heimskautið. Ekki er allt sem sýnist og myrkrið grúfir yfir. Hvað varð um stjörnuna, hvernig tengist hún skuggabrúnni — verður hægt að afstýra almyrkva?

Uppskrift að klikkun

Hjartasósa, hafgúuheilar og gvakamóri við leiðindum

Lúsí er 13 ára. Henni leiðist nýi kærasti mömmu sinnar og dreymir um að flytja til Berlínar. Lúsí finnst hún detta í lukkupottinn þegar hún sér auglýst eftir manneskju til að viðra hund hinum megin í bænum en kemst þó fljótt að því að það er enginn hundur heldur skrítinn gamall maður í leit að ritara fyrir dularfulla uppskriftabók.

Verum ástfangin af lífinu – vinnubók

Vinnubók sem fylgir eftir hinni vinsælu bók Verum ástfangin af lífinu. Þorgrímur hvetur ungmenni landsins til dáða með fjölmörgum verkefnum sem auka sjálfsþekkingu, aðstoða við að setja markmið og temja sér dugnað, sjálfsaga og einbeitingu. Allt eru þetta mikilvæg atriði til að styrkja sjálfsmynd krakka og löngun þeirra til að standa á eigin fótum.