Hjartastopp 3
Einlæg og snjöll myndasaga fyrir börn og unglinga sem hefur farið sigurför um heiminn. Nick og Charlie eru par en vilja halda því fyrir sig til að byrja með. En þegar þeir fara í skólaferðalag til Parísar spyrst leyndarmálið út. Munu vinir þeirra standa með þeim? Vinsælir þættir á Netflix hafa verið gerðir eftir bókunum.