Barnabækur - Teiknimyndasögur

Huldufólk

Ísland - 2061. Veður hefur snarversnað í kjölfar loftslagsbreytinga, ríkisstjórnin stjórnar einungis litlum hluta landsins og glæpagengi ráða ríkjum hvarvetna. Eftir að þjófar stela óþekktum verðmætum frá stórfyrirtækjum neyða þeir ungan tæknimann til að hjálpa þeim að flýja frá Reykjavík. Æsispennandi saga úr framtíðardystopiu á Íslandi.

Goðheimar 15 Sýnir völvunnar

Fimmtánda og síðasta bókin í bókaflokknum vinsæla um Goðheima. Fimbulvetur ríkir í Ásgarði og Fenrisúlfur er kominn aftur á kreik. Ragnarök virðast í nánd, jötnar búa sig undir bardaga og æsir ræsa út her einherja. Loki er sendur til að kljást við úlfinn og fær óvænta aðstoð frá Röskvu sem sýnir á sér nýja og afar óvænta hlið.

Þegar litla systir kom í heiminn

Bókin fjallar um tilfinningar og hræðslu hjá barni sem er að fara að eignast lítið systkini, óttann við að vera ekki lengur aleitt með mömmu og pabba. Reynsla barnsins er ein af birtingarmyndum kvíða og bókin getur nýst sem handbók þeirra sem vinna með börnum og foreldrum/forráðamönnum. Opnar spurningar fylgja hverri opnu sem hvetja til umræðu.