Hannyrðir

Heiðarprjón

Heiðarprjón inniheldur 25 uppskriftir að sígildum og fallegum flíkum fyrir konur. Þetta eru hnepptar og heilar peysur í fjölbreyttum stærðum en að auki kjóll, pils, vesti og smærri prjónaverkefni. Einnig er að finna í bókinni hagnýtar upplýsingar um ýmislegt sem viðkemur prjónaskap, eins og kaðla, fléttur, úrtökur og margt fleira.

Múmínsokkar

frá A til Ö

Í þessari litríku prjónabók er að finna uppskriftir að 29 sokkapörum sem innblásin eru af sögum Tove Jansson. Hér birtast múmínálfarnir í glaðlegum mynstrum og hugmyndaríkri hönnun. Sokkarnir eru í fjölbreyttum stærðum sem henta allri fjölskyldunni en auk þess er bent á ýmsar leiðir til að aðlaga uppskriftirnar þannig að þær passi hverjum og einum.

Prjónasögur

34 rómantískar uppskriftir

Kvenlegri og rómantískri hönnun er gert hátt undir höfði í þessari fallegu bók. Uppskriftirnar eru 34 talsins, flestar að peysum, hnepptum og heilum, og eru þær í fjölmörgum stærðum. Ýmiss konar smáatriði eins og blúndur og fínlegir kragar lífga upp á flíkurnar þótt þær séu bæði hentugar og nútímalegar.