Niðurstöður

  • Hannyrðir

Órigamí

Japönsk pappírslist 100 skrautblöð og 5 formgerðir

Í bókinni eru 100 blöð sem auðvelt er að losa og brjóta saman í fíngerð órigamí pappírslíkön. Einfaldar leiðbeiningar með skýringarmyndum sýna hvernig hægt er að breyta þessum litríku og skrautlegu blöðum í falleg listaverk. Góð afþreying fyrir allan aldur.

Prjónað á börnin – af enn meiri ást

Í bókinni eru yfir 50 uppskriftir að fallegum og sígildum fötum á börn frá fæðingu og upp í tólf ára. Miðað er við að vanir jafnt sem óvanir prjónarar geti fylgt uppskriftunum enda er hér mikið úrval. Lene Holme Samsøe er þekktur danskur prjónahönnuður sem hefur notið mikilla vinsælda fyrir prjónabækur sínar hér á landi sem annars staðar.

Sjala­seiður

Sjalaseiður er óður til íslensku ullarinnar, íslenskrar náttúru og norrænu goðafræðinnar. Í bókinni eru sögur, ljóð og sjalauppskriftir. Fyrirsætan er íslensk náttúra, hafið og fjöllin. Sjölin eru prjónuð úr íslenskri ull og er hvert og eitt þeirra eins og ljóð sem segir gamla sögu og nýja ásamt því að veita hlýju, vernda og gleðja.

Sjöl og teppi – eins báðum megin

Í þessari prjónabók eru á þriðja tug uppskrifta að sjölum og barnateppum. Lögð er áhersla á að stykkið sé eins báðum megin, engin ranga, bara rétta. Uppskriftirnar eru við allra hæfi, allt frá einföldum og stuttum verkefnum fyrir byrjendur upp í flóknari fyrir vana prjónara.

Tuskuprjón

Í bókinni eru 35 uppskriftir að fjölbreyttum og fallegum tuskum. Tuskur eru nauðsynlegar á hverju heimili og kjörið að prjóna þær í uppáhaldslitunum. Heimaprjónaðar tuskur eru upplagðar sem fljótlegt og einfalt prjónaverkefni og góð hugmynd að gjöf sem kemur alltaf að góðum notum.