Sálfræði, sjálfshjálp og andleg leiðsögn

Hamingjugildran Hamingjugildran

Hættu að erfiða, byrjaðu að lifa.

Eins og við munum komast að er eltingaleikur við hamingjuna, til lengri tíma litið, ekki vænlegur til árangurs. Rannsóknir sýna að því ákafar sem við leitum ánægjulegra tilfinninga (hamingjunnar) og reynum að forðast þær óþægilegu, því líklegri verðumvið til að finna fyrir kvíða og þunglyndi.

Krafturinn í Núinu

Leiðarvísir til andlegrar uppljómunar

Leiðarvísir til andlegrar uppljómunar. Engin bók af andlegum toga hefur vakið jafn mikla athygli á undanförnum árum. Höfundurinn glímdi lengi við kvíða og þunglyndi þar til dag einn að hann varð fyrir djúpstæðri reynslu sem færði honum frið og ævarandi sálarró. Síðan hefur hann miðlað þessari reynslu til fólks um víða veröld.

Ný jörð

Að vakna til vitundar um tilgang lífs þíns

Er maðurinn sjálfum sér verstur? Lætur allt undan í óstöðvandi græðgi mannsins, ótta hans og fávísi, sem brýst greinilega fram í innbyrðis átökum manna, í hryðjuverkum og stríði, í ofbeldi og kúgun, sem einnig setur mark sitt á persónuleg samskipti og sambönd? Hér er að finna vegvísi ekki aðeins að betri lifnaðarháttum heldur að betri heimi.