Niðurstöður

  • Sálfræði, sjálfshjálp og andleg leiðsögn

Á rúmstokknum

Sjálfsfróun, barneignir, sleipiefni, fullnæging, kynlífsleysi, snípurinn, typpi, píka, kynfræðsla og kynlíf eldri borgara og svo margt margt fleira má lesa um í þessu frábæra samansafni pistla og innsendra spurninga frá kynfræðingnum Siggu Dögg.

Leið hjartans

Við stöndum á merkilegum tímamótum, því mannkynið er að taka framþróun og uppfærast. Jörðin er líka að fara í gegnum sína uppfærslu. Í Leið hjartans koma fram nánari skýringar á þeim umbreytingum sem sólkerfi okkar er að fara í gegnum og þeim áhrifum sem það er að hafa á jarðarbúa, sem þurfa að læra að virkja kærleiksorkuna í sér.

Tilgangurinn

Tilfinningalegt ferðalag sálarinnar. Að læra að sjá lífið með öðrum augum.

Hér er fjallað um tilfinningalegt ferðalag okkar gegnum lífið frá sjónarhorni sálarinnar og leitast við að svara spurningunni: Af hverju er ég hér? Bókin er að nokkru leyti skáldskapur en heilræði hennar um sjálfsskoðun og skilning ættu að auðvelda mörgum að skilja tilgang sinnar eigin tilveru.

Sjálfstyrktarbók

Tíu skilaboð

Að skapa öryggi úr óvissu

Tíu skilaboð er ákveðinn leiðarvísir til að fást við lífið. Þrátt fyrir að við lendum í skakkaföllum, upplifum sársauka og vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér, þá höldum við áfram. Við öxlum ábyrgð, sýnum hugrekki og þrautseigju, höldum í vonina og höfum trú á okkur sjálfum og mannkyninu í heild.

Hugarfrelsi

Vellíðan barna - Handbók fyrir foreldra

Markmið bókarinnar er að styrkja foreldra. Í hverjum kafla er að finna ýmsan fróðleik og fjölbreyttar æfingar sem hafa það að markmiði að kenna börnum hagnýtar aðferðir til að efla sig og styrkja þannig að þau verði betur í stakk búin að takast á við krefjandi verkefni í námi og leik.