Sálfræði, sjálfshjálp og andleg leiðsögn

ADHD í stuttu máli

Aðgengileg og fróðleg bók sem fjallar ekki síst um þá kosti sem geta fylgt röskuninni og hvernig fólk með ADHD getur dafnað sem best í lífi og starfi. Hér útskýrir hinn heimsþekkti ADHD-sérfræðingur, metsöluhöfundur og TikTok-stjarna, dr. Edward M. Hallowell, vísindin að baki ADHD um leið og hann hrekur mýtur og leiðréttir misskilning.

Dópamínríkið

Að finna jafnvægi á tímum ofgnóttar

Við lifum á tímum ofgnóttar, hvort sem um er að ræða vímuefni, mat, tölvuleiki, klám, samfélagsmiðla eða annað. Framboðið er ótakmarkað, örvunin viðstöðulaus og við getum látið allt eftir okkur. Hér er útskýrt hvers vegna unaðsleitin – áráttukennd neysla eða hegðun – leiðir óhjákvæmilega af sér vanlíðan og hvað er til ráða.

Einmana

Tengsl og tilgangur í heimi vaxandi einsemdar

Fróðlegt rit þar sem einsemdin er skoðuð frá ýmsum hliðum. Farið er yfir það hver eru einmana, hvenær og af hverju en jafnframt leitast við að varpa ljósi á það sem einmanaleikinn getur kennt okkur og hvernig bregðast megi við honum. Útkoman er áhugaverð bók um mikilvægi tengsla og þá merkingu sem finna má í lífinu þrátt fyrir einsemd.

Öðruvísi – ekki síðri

Hér er á ferðinni hjartnæm og oft bráðfyndin frásögn af því hvernig það er að vera skynsegin. En þetta er líka gagnleg handbók um það hvernig best er að takast á við tilveruna þegar hún verður manni um megn og hvetjandi lesning sem brýnir okkur til að skapa samfélag þar sem er pláss fyrir alla. Bókin er gefin út í samstarfi við Einhverfusamtökin.