Sálfræði, sjálfshjálp og andleg leiðsögn

Betri tjáning

Örugg framkoma við öll tækifæri

Langar þig til að eiga auðveldara með að spjalla við fólk í fjölmenni, sér í lagi þegar þú þekkir fáa? Viltu verða betri í að halda tækifærisræður? Finnst þér þú tala of hratt þegar spennan tekur völdin? Hvernig er best að tjá sig á fjarfundum? Betri tjáning er bók fyrir alla þá sem kljást við vandamál af þessu tagi – og marga aðra.

Depurð

Af hverju líður okkur svona illa þegar við höfum það svona gott?

Mikilvægasta hlutverk heilans er að lifa af, ekki að líða vel. Kvíði og depurð eru náttúrulegt ástand, leifar langt aftan úr forneskju þegar lífsbaráttan var hörð og við áttum sífellt á hættu að deyja. Geðlæknirinn Anders Hansen útskýrir hér á aðgengilegan hátt ákveðna þætti í virkni heilans og hvað við getum gert til að létta okkur róðurinn.

Fundið fé

Njóttu ferðalagsins

Bókin Fundið fé, njóttu ferðalagsins mun hjálpa þér að ná yfirsýn yfir fjármálin þín og fundið fé sem þú taldir þig ekki eiga aflögu. Í bókina skráir þú niður útgjöld viku fyrir viku og skoðar hvort þau endurspegli þínar áherslur og fjárhagsleg markmið. Í hverjum mánuði eru að finna áskoranir til þess að gera verkefnið enn skemmtilegra.

Hamingjugildran Hamingjugildran

Hættu að erfiða, byrjaðu að lifa.

Eins og við munum komast að er eltingaleikur við hamingjuna, til lengri tíma litið, ekki vænlegur til árangurs. Rannsóknir sýna að því ákafar sem við leitum ánægjulegra tilfinninga (hamingjunnar) og reynum að forðast þær óþægilegu, því líklegri verðumvið til að finna fyrir kvíða og þunglyndi.

Kjarni kristinnar trúar

Bókin er aðgengileg umfjöllun um það sem kristið fólk trúir og ein hin vinsælasta sinnar tegundar. Hún er safn einstakra útvarpserinda sem flutt voru í síðari heimsstyrjöldinni. Höfundur setur fram kraftmikil rök til varnar kristinni trú á þann hátt sem höfðar til trúaðs fólks jafnt sem vantrúaðs.

Krafturinn í Núinu

Leiðarvísir til andlegrar uppljómunar

Leiðarvísir til andlegrar uppljómunar. Engin bók af andlegum toga hefur vakið jafn mikla athygli á undanförnum árum. Höfundurinn glímdi lengi við kvíða og þunglyndi þar til dag einn að hann varð fyrir djúpstæðri reynslu sem færði honum frið og ævarandi sálarró. Síðan hefur hann miðlað þessari reynslu til fólks um víða veröld.

Lífið er kynlíf

Handbók kynfræðings um langtímasambönd

Mikilvægi góðs kynlífs í ástarsamböndum er óumdeilt. Erfiðleikar í kynlífinu geta orðið banabiti sambanda sem að öðru leyti eru farsæl og hamingjurík. Áslaug Kristjánsdóttir kynfræðingur hefur áralanga reynslu af meðferð para sem steytt hafa á skeri á þessu mikilvæga sviði lífsins. Hér fer hún yfir aðferðir sem virka til að gera kynlífið frábært.

Lífið er staður þar sem bannað er að lifa

Bók um geðröskun og von

Eftir tæplega þrjátíu ára leit að bata tókst Steindóri Jóhanni Erlingssyni loksins að snúa vörn í sókn í baráttu sinni við ægivald þunglyndis og kvíða. Allan þennan tíma höfðu þessar geðraskanir fylgt honum sem áleitinn skuggi. Það var ekki fyrr en hann fór að skoða þau áföll sem hann hafði orðið fyrir að honum fór að batna.

Ný jörð

Að vakna til vitundar um tilgang lífs þíns

Er maðurinn sjálfum sér verstur? Lætur allt undan í óstöðvandi græðgi mannsins, ótta hans og fávísi, sem brýst greinilega fram í innbyrðis átökum manna, í hryðjuverkum og stríði, í ofbeldi og kúgun, sem einnig setur mark sitt á persónuleg samskipti og sambönd? Hér er að finna vegvísi ekki aðeins að betri lifnaðarháttum heldur að betri heimi.

Sjálfsræktar dagbókin 2024

Þessa sjálfsræktardagbók má líta á sem ákveðið verkfæri í þinni sjálfsvinnu fyrir árið 2024, árið sem þú ætlar að fara Alla leið. Þessi bók er ætluð til þess að þú setjir í forgang þína geðheilsu sem oftar en ekki er aftarlega í forgangsröðuninni í dagsins amstri.

Velkomin í sorgarklúbbinn

Bókin Velkomin í Sorgarklúbbinn veitir huggun, tengingu, von og hughreystingu öllum þeim sem hafa misst ástvin eða eru nánir einhverjum sem syrgir. Bókin nálgast af samúð og hreinskilni ýmsar hliðar sorgarinnar sem margir upplifa en lítið er rætt um hve margvíslegar og sveiflukenndar tilfinningarnar geta verið – depurð, reiði, sektarkennd, gleði;