Sálfræði, sjálfshjálp og andleg leiðsögn

Af hverju hefur enginn sagt mér þetta fyrr

Með því að auka skilning á því hvernig hugurinn starfar og hvernig takast má á við tilfinningar á heilbrigðan hátt byggjum við upp seiglu, vöxum og döfnum. Bókin kynnir til sögunnar verkfæri sem gagnast öllum í daglegu lífi – til að komast yfir hjalla eða til að blómstra. Sérlega læsileg og uppbyggileg bók eftir TikTok-stjörnuna Dr. Julie Smith.

Ástin og svörin

Í þessari myndskreyttu bók eru 200 staðhæfingar sem eiga að svara spurningum um ástarmálin: Hvenær hitti ég sálufélaga minn? Er hann eða hún kannski handan við hornið? Af hverju geri ég sömu mistökin aftur og aftur? og svo frv. Hugleiddu hvað þú vilt vita um ástina og veldu tölu frá 1-200 og sjáðu hvort staðhæfingin eigi við spurningu þína.

Fundið fé

Njóttu ferðalagsins

Bókin Fundið fé, njóttu ferðalagsins mun hjálpa þér að ná yfirsýn yfir fjármálin þín og fundið fé sem þú taldir þig ekki eiga aflögu. Í bókina skráir þú niður útgjöld viku fyrir viku og skoðar hvort þau endurspegli þínar áherslur og fjárhagsleg markmið. Í hverjum mánuði eru að finna áskoranir til þess að gera verkefnið enn skemmtilegra.

Leiðarvísir nornarinnar að sjálfsrækt

Heilandi galdrar og græðandi fjölkynngi fyrir betra líf

Hér er að finna fleiri en 90 seiði og galdraathafnir sem hjálpa þér að tengjast huga þínum, líkama og innra sjálfi. Lestu um hreinsandi athafnir, jurtir og kristalla, íhugun og kraftbirtingar, stjörnuspeki, tunglganginn, tarot og seiði og galdra sem hjálpa þér og styrkja.

Sögurnar á bak við jógastöðurnar

Indverskar goðsagnir sem skópu 50 jógastöður

Uppgötvaðu sögurnar og viskuna sem liggja að baki uppáhalds jógastöðunum þínum í þessari töfrandi bók um indverska goðafræði. Sögumaðurinn, fræðimaðurinn og kennarinn Dr. Raj Balkaran leiðir lesandann í ógleymanlegt ferðalag um goðsagnaheima Indlands á síðum bókarinnar og segir sögurnar á bakvið 50 lykilstöður í jóga.

Tilgangurinn

Tilfinningalegt ferðalag sálarinnar. Að læra að sjá lífið með öðrum augum.

Hér er fjallað um tilfinningalegt ferðalag okkar gegnum lífið frá sjónarhorni sálarinnar og leitast við að svara spurningunni: Af hverju er ég hér? Bókin er að nokkru leyti skáldskapur en heilræði hennar um sjálfsskoðun og skilning ættu að auðvelda mörgum að skilja tilgang sinnar eigin tilveru.

Sjálfstyrktarbók Tíu skilaboð

Að skapa öryggi úr óvissu

Tíu skilaboð er ákveðinn leiðarvísir til að fást við lífið. Þrátt fyrir að við lendum í skakkaföllum, upplifum sársauka og vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér, þá höldum við áfram. Við öxlum ábyrgð, sýnum hugrekki og þrautseigju, höldum í vonina og höfum trú á okkur sjálfum og mannkyninu í heild.

Hugarfrelsi Vellíðan barna - Handbók fyrir foreldra

Markmið bókarinnar er að styrkja foreldra. Í hverjum kafla er að finna ýmsan fróðleik og fjölbreyttar æfingar sem hafa það að markmiði að kenna börnum hagnýtar aðferðir til að efla sig og styrkja þannig að þau verði betur í stakk búin að takast á við krefjandi verkefni í námi og leik.

Veran í moldinni

Hugarheimur matarfíkils í leit að bata

Í Verunni í moldinni opnar knattspyrnukonan Lára Kristín Pedersen sig upp á gátt og segir af einstakri einlægni frá átakanlegri baráttu sinni við matarfíkn, sem hún hefur glímt við um árabil meðfram því að stunda íþrótt sína af kappi hér heima og erlendis. *****„Magnað innlit í hugarheim þess sem glímir við fíkn.“ – Hrefna Rut Baldursdóttir