Sálfræði, sjálfshjálp og andleg leiðsögn

Ég er ekki fullkominn!

Ég stjórna – ekki kvíðinn

Ég hef verið á botninum vegna hamlandi kvíða og líka upplifað tímabil þar sem ég tók miklum framförum. Á síðustu árum hef ég verið að uppskera eftir mikla vinnu sem ég lagði á mig. Það er von mín og trú að þessi bók komi mörgum að gagni sem glíma við kvíða en geti einnig hjálpað þeim sem ekki hafa upplifað slíkt til að skilja um hvað málið snýst.

Geðraskanir án lyfja Líf án geðraskana

Bók 3

Tilgangur þessara bóka er að fólk með geðraskanir nýti sér fleiri leiðir til að takast á við þær, að aðstandendur fái dýpri innsýn inn í heim fólks með geðraskanir og geti þannig umborið ástand þeirra með meiri þolinmæði og skilningi. Að ný sýn og meiri áhugi náist hjá læknum til að tengja við óhefðbundnar leiðir til að vinna með geðraskanir.

Lykilorð 2026

Orð Guðs fyrir hvern dag

Í bókinni eru biblíuvers fyrir hvern dag ársins auk ljóðaerindis eða fleygs orðs. Uppbygging hennar og innihald býður upp á fjölbreytta notkun fyrir þá sem vilja leyfa innblásnum textum að vekja sig til umhugsunar. Auk þess að vera gefin út á kilju og rafbókarformi eru Lykilorð lesin í hljóðvarpi og birtast að hluta til á helstu samféla...

Síungir karlmenn

Innblástur, innsæi og ráð

Bókin Síungir karlmenn er tilraun til að breyta viðhorfum. Með bókinni viljum við kveikja samtal og örlitla hreyfingu, sem fær fólk til að sjá aldur í nýju ljósi. Við eldumst öll. Það er ekki veikleiki heldur forréttindi. Það er hluti af vegferð sem getur orðið ríkari, dýpri og meira skapandi með hverju árinu.

Þakklæti

Dagbók sem leiðir þig í átt að aukinni hamingju

Rannsóknir sýna að þakklætisskrif geta aukið hamingju um allt að 25%. Þakklætisdagbókin byggir á hugmyndafræði jákvæðrar sálfræði og býður þér einfalt en öflugt verkfæri til að efla jákvætt hugarfar, sjá fegurðina í litlu hlutunum og upplifa meiri gleði og innri ró. Falleg og áhrifarík gjöf – til þín eða einhvers sem þér þykir vænt um.