Sálfræði, sjálfshjálp og andleg leiðsögn

ADHD í stuttu máli

Lykillinn að skilningi og þroska

Aðgengileg og fróðleg bók sem fjallar ekki síst um þá kosti sem geta fylgt röskuninni og hvernig fólk með ADHD getur dafnað sem best í lífi og starfi. Hér útskýrir hinn heimsþekkti ADHD-sérfræðingur, metsöluhöfundur og TikTok-stjarna, dr. Edward M. Hallowell, vísindin að baki ADHD um leið og hann hrekur mýtur og leiðréttir misskilning.

Baujan

Alla ævina þurfum við að skoða, lagfæra og vinna úr tilfinningum okkar, styrkja sjálfsöryggið og sjálfsmyndina. Heiðarleiki gagnvart okkur sjálfum er lykilatriði í því hversu langt við komumst í aukinni sjálfsvirðingu og þroska. Baujan er tækni sem stuðlar að virkri og vakandi sjálfsvitund sem er forsenda aðgerða og breytinga á líðan.

Betri heimur

Um metsölubók allra tíma

Hrífandi frásögn mest seldu bókar allra tíma. Biblían er metsölubók, en hvernig bók er hún? Um hvað fjallar bókin í raun? Hvað segir Biblían okkur um tilgang lífsins, jörðina og betri heim? Hvað segir hún okkur um Guð, himnaríki og helvíti? Þar er ýmislegt öðruvísi en margir ætla. Hvernig passar Jesús svo inn í allt dæmið, hvað er málið með hann?

Dópamínríkið

Að finna jafnvægi á tímum ofgnóttar

Við lifum á tímum ofgnóttar, hvort sem um er að ræða vímuefni, mat, tölvuleiki, klám, samfélagsmiðla eða annað. Framboðið er ótakmarkað, örvunin viðstöðulaus og við getum látið allt eftir okkur. Hér er útskýrt hvers vegna unaðsleitin, áráttukennd neysla eða hegðun, leiðir óhjákvæmilega af sér vanlíðan og hvað sé til ráða.

Einmana

Tengsl og tilgangur í heimi vaxandi einsemdar

Fróðlegt rit þar sem einsemdin er skoðuð frá ýmsum hliðum. Farið er yfir það hver eru einmana, hvenær og af hverju en jafnframt leitast við að varpa ljósi á það sem einmanaleikinn getur kennt okkur og hvernig bregðast megi við honum. Útkoman er áhugaverð bók um mikilvægi tengsla og þá merkingu sem finna má í lífinu þrátt fyrir einsemd.

Guð er raunverulegur

Ævintýralegar lífsreynslusögur og lykilatriði

Þessi bók lýsir því hvernig lífið umbreytist í magnþrungið ævintýri leyfi maður sér að trúa án þess að efast. Aðeins með Guði hefur sagan sem hér er sögð getað raungerst og sýnir að sannleikurinn getur verið langtum ótrúlegri en ímyndaður skáldskapur. Lýst er ævintýralegu lífshlaupi og eru endurminningarnar eins og besti spennutryllir á köflum

Geðraskanir án lyfja: Líf án geðraskana

(bók 3)

Tilgangur þessara bóka er að fólk með geðraskanir átti sig á að til eru fleiri leiðir til að takast á við þær, að aðstandendur fái dýpri innsýn inn í heim fólks með geðraskanir og geti þannig umborið ástand þeirra með meiri þolinmæði og skilningi. Að meiri áhugi náist hjá læknum til að tengja við óhefðbundnar leiðir til að vinna með geðraskanir.

Öðruvísi, ekki síðri

Handbók skynsegin manneskju um hvernig er hægt að fagna sínu sanna sjálfi og lifa góðu lífi upp frá því

Hér er á ferðinni hjartnæm og oft bráðfyndin frásögn af því hvernig það er að vera skynsegin. En þetta er líka gagnleg handbók um það hvernig best er að takast á við tilveruna þegar hún verður manni um megn og hvetjandi lesning sem brýnir okkur til að skapa samfélag þar sem er pláss fyrir alla. Bókin er gefin út í samstarfi við Einhverfusamtökin.