Höfundur: Angela Árnadóttir

Kyrrðarlyklar

Kyrrðarlyklar eru 86 spjöld sem veita stuðning við ástundun tveggja bænaaðferða sem eiga rætur í hugleiðsluhefð kristinnar trúar. Þær eru Kyrrðarbæn sem fer fram í þögn og Lectio Divina þar sem beðið er með ritningarvers að leiðarljósi. Regluleg ástundun hefur umbreytandi áhrif sem felur meðal annars í sér meiri sjálfsþekkingu og innri frið.