Höfundur: Birna Bjarnadóttir

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Að vestan Íslensk-kanadískar smásögur Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur / Háskólaútgáfan W. D. Valgardson, David Arnason og Kristjana Gunnars hafa tekið margvíslegan þátt í að móta ímynd íslenska frændgarðins í Kanada en eru þó fyrst og fremst kanadískir höfundar. Með sögum sínum veita þau innsýn í margbreytilegt líf og hugsun vestan hafs. Um leið upplýsa sögurnar í bókinni lesendur um mikilvægi og grósku smásagnahefðarinnar í Kanada.
Menning við ysta haf Lesið í sköpunarkraft Vestfjarða Hið íslenska bókmenntafélag Mörg merkisverk íslenskra bókmennta eiga rætur sínar að rekja til Vestfjarða og Stranda. Markmiðið með útgáfu þessa greinasafns er að skapa samræðu um þetta efni og kortleggja um leið þó ekki væri nema brot af þeim handritum og bókmenntaverkum sem rísa úr djúpinu frá miðöldum til okkar tíma.
Ólgublóð / Restless Blood Úrval ljóða ásamt enskum þýðingum Júlíans D‘Arcys og Ástráðs Eysteinssonar. Hannes Hafstein Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur / Háskólaútgáfan Hannes Hafstein steig fram sem nýtt afl í íslenskum skáldskap. Ljóð hans þóttu einkennast af krafti, raunsæi og hispursleysi. Í þeim búa innri átök sem settu einnig svip á feril hans sem stjórnmálamanns og fyrsta ráðherra Íslands.
The Sunshine Children Christopher Crocker Hin kindin Bókin um Sólskinsbörn Lögbergs byggir á rannsókn kanadíska fræðimannsins og þýðandans Christophers Crockers á bréfum barna íslenskra innflytjenda sem birtust á öðrum áratugi 20. aldar í sérblaðinu Sólskini. Hún varpar nýju ljósi á lífsreynslu og kringumstæður íslenskra vesturfara. Birna Bjarnadóttir er ritstjóri bókarinnar.