Hugrekki til að hafa áhrif
Halla deilir reynslu úr lífi og starfi sem og sögum af fyrirtækjum og fólki sem hafa virkjað krafta sína til góðra verka og þannig náð bæði miklum árangri og fundið innri gleði. Bókinni er ætlað að veita lesendum innblástur til að bæta sig og sitt samfélag og í henni má finna fjölda góðra ráða, hvetjandi sögur, hugleiðingar og gagnlegar spurningar.