Höfundur: Kirsten Simonsen

Á elleftu stundu

I den ellevte time

Í yfir þúsund ár voru torfhús helstu híbýli Íslendinga. Á 8. áratug síðustu aldar ferðuðust danskir arkitektanemar um landið og mældu upp og teiknuðu einstakan byggingarstíl íslenskra torfhúsa og annarra bygginga sem hætt var við að féllu í gleymskunnar dá. Ríkulega myndskreytt bók sem veitir innsýn í fjölbreytta íslenska byggingararfleifð.