Höfundur: Magnea J. Matthíasdóttir
Úr eldri árgöngum
Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.
Titill | Höfundur | Útgefandi | Lýsing |
---|---|---|---|
Rangur staður, rangur tími | Gillian McAllister | Forlagið - JPV útgáfa | Jen verður vitni að því er sonur hennar vegur ókunnan mann. Þetta kvöld sofnar hún full örvæntingar – en næsti dagur reynist vera gærdagurinn ... svo vaknar hún aftur daginn þar á undan. Jen þarf að nýta tímann til að koma í veg fyrir að voðaverkið eigi sér stað. Eitursnjall og æsispennandi sálfræðitryllir, sem slegið hefur í gegn um víða veröld. |
Þar sem malbikið endar | Magnea J. Matthíasdóttir | Forlagið - JPV útgáfa | Í þessari ævintýralegu bók stíga borg, náttúra og mannlíf saman dans, ýmist hægan eða trylltan, angurværan eða ágengan. Tónninn er bæði hlýr og beittur í tæpitungulausum ljóðum sem einkennast af húmor og skarpri sýn á samfélag og samtíð. Það er langt síðan Magnea hefur sent frá sér skáldskap en í bókinni eru yfir fjörutíu ljóð frá löngu tímabili. |