Höfundur: Petrína Mjöll Jóhannesdóttir

Hundrað og þrjú ráð

Gagnlegar ráðleggingar úr Biblíunni til að lifa góðu lífi

Lífsviska og hollráð í frásögum Biblíunnar og orðum Jesú eru sett fram með orðum hversdagsins í 103 köflum og hugleitt hvernig þau geta nýst nútímafólki. Ráð eins og „Varðveit hjarta þitt framar öllu öðru því að þar eru uppsprettur lífsins“ (úr Orðskviðunum) og „Sólin má ekki setjast yfir reiði ykkar“ (úr Efesusbréfinu).

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Salt og hunang Orð úr Biblíunni til íhugunar fyrir hvern dag ársins Petrína Mjöll Jóhannesdóttir Skálholtsútgáfan - Kirkjuhúsið Hér er fjallað um viðfangsefni daglegs lífs, eins og kvíða, reiði, samskipti, tilgang, gleði, þakklæti, trú og efa, kærleika og ást. Orðin eru ýmist sölt eða sæt og skilja eftir mismunandi eftirkeim hjá lesandanum. 2. prentun þessarar vinsælu bókar.
Stafróf ástarinnar Petrína Mjöll Jóhannesdóttir Skálholtsútgáfan - Kirkjuhúsið Það er alltaf dálítið kraftaverk þegar eitt hjarta fyllist ástúð í garð annars. Líttu á það sem lán að fá að elska og njóta ástar. Þessi bók er skrifuð handa þeim sem vilja leggja rækt við kærleikann og hlúa að ástinni í lífi sínu.
Stafróf hugrekkisins Petrína Mjöll Jóhannesdóttir Skálholtsútgáfan - Kirkjuhúsið Óttinn er mikilvægt varnarkerfi sem varar okkur við hættum og hjálpar okkur að bregðast við. Ótti sem varir stöðugt og nagar okkur að innan er hins vegar annars eðlis. Þessi bók er skrifuð sem hvatning og leiðsögn handa þeim sem vilja sigrast á óttanum með hugrekkið að vopni.