Útgefandi: AM forlag

Feluleikur

Sprenghlægileg bók og um leið ástarbréf til hugarflugs bernskunnar. Núk og Bartok hittast til að leika sér saman. Á vegi þeirra verða margs kyns eftirminnilegar persónur í ævintýralegum og frumlegum söguheimi. Lolita Séchan og Camille Jourdy sömdu textann og teiknuðu myndirnar í sameiningu. Útkoman er bráðfyndin og ófyrirsjáanleg.

Mannslíkaminn

Ævintýraferð um undraheima mannslíkamans. Mannslíkaminn er glæsileg bók þar sem lesendur kynnast ólíkum hlutum líkamans með því að lyfta upp alls kyns flipum. Á skýran og skemmtilegan hátt leiðir bókin okkur í gegnum vöðvana, taugarnar, æðakerfið, beinagrindina, meltingarkerfið, heilann, meðgönguna … Bók handa forvitnu fólki á öllum aldri.