Niðurstöður

  • Espólín forlag

Eldsbirta

Stuttu eftir að eldgosið við Fagradalsfjall hófst fékk kona sinn dauðadóm. Hún var búsett á Reykjanesi og nýtir síðustu mánuði lífsins til þess að fara að gosinu, þegar heilsa leyfir. Konan upplifir alheim í nýju ljósi og skynjar sterkt að örlög hennar eru aðeins hlekkur í keðju örlaga frá örófi. Ljóðin spretta upp, þankar hennar við ævilok.

Sagan af Víólu, Sæsa og illskeyttu norninni Elvíru

Spennandi bók fyrir börn og ungmenni: Lágvær hvinur um loftið fór er ellefu nornir flugu í kór. Sagan af Víólu, Sæsa og illskeyttu norninni Elvíru gerist utan tíma og rúms. Hér koma saman furðuverur, nornir, sjávarbúar og skógarbúar, góðar verur og vondar. Skór leika stórt hlutverk í sögunni og týndur töfrasproti.