Smárit Sögufélags Kópavogs og Héraðsskjalasafns Kópavogs VI Högna Sigurðardóttir. Sundlaugin sem ekki varð
Högna Sigurðardóttir arkitekt gerði tvær tillögur að Sundlaug Kópavogs. Upphafleg tillaga hennar frá 1962 var aðeins byggð að hluta. Hún er sett í listrænt samhengi við stefnur og strauma í byggingarlist. Sýnt er fram á að hvor tillaga um sig hafi verið einstæð og þær ólíkar öðru sem gert hafði verið hér á landi.