Útgefandi: IÐNÚ útgáfa

Árangursrík stjórnun

Gæði - Viðhald - Heilbrigði og öryggi á vinnustað

Tímabær bók um árangursríka stjórnun. Í henni er leitast við að kynna fyrir lesandanum margvísleg viðfangsefni á sviði stjórnunar sem skipta máli í nútíð og framtíð, ekki síst hvað varðar málm- og véltækni. Allmörg verkefni fylgja bókinni sem er bæði ætluð fyrir nemendur á framhaldsskólastigi og almenna lesendur.

Mold ert þú

Jarðvegur og íslensk náttúra

Moldin fæðir og klæðir jarðarbúa og hún miðlar jafnframt ferskvatni um vistkerfi. Skilningur á náttúrunni og hvernig hún bregst við álagi vegna athafna mannsins á jörðinni krefst þekkingar á jarðvegi. Jarðvegur á Íslandi er einstakur á heimsvísu, frjór en viðkvæmur, því aðstæður fyrir þróun hans hérlendis eru afar sérstakar.

Upp á punkt

Upprifjun grunnþátta í stærðfræði

Ný og endursk. útgáfa sem ætluð er nemendum sem eru að hefja nám í framhaldsskóla en skortir leikni í stærðfræði. Við efnisval var tekið mið af námskrám efstu bekkja grunnskóla og grunnáfanga framhaldsskóla með það fyrir augum að brúa bilið þar á milli. Nýjung er mikill fjöldi QR-kóða sem opna myndbönd um efnið og leiðbeina um lausnaraðferðir.

Verkefna- og gæðastjórnun fyrir byggingagreinar

Handbók stjórnenda við mannvirkjagerð frá stofnun fyrirtækja til afhendingar mannvirkja

Þessi bók er hugsuð fyrir nemendur í byggingagreinum sem og stjórnendur við mannvirkjagerð. Að sögn höfundar á gæðastjórnun að vera einföld, leiðbeinandi og upplýsandi fyrir stjórnendur, starfsfólk, viðskiptavini og birgja þannig að þessir aðilar þekki til hlítar ábyrgð, hlutverk, væntingar og kröfur hver annars.