Útgefandi: IÐNÚ útgáfa

Grunnteikning fyrir málm- og bíliðngreinar

Um er að ræða endurskoðaða kennslubók í grunnteikningu, sem hét áður Teikning fyrir hönnunargreinar, en er nú sérstaklega ætluð fyrir nám í málm- og bíliðngreinum. Þetta þýðir að köflum sem sleppt var í fyrri útgáfu hefur verið bætt við að nýju. Jafnframt því hefur val á verkefnum verið endurskoðað og þeim endurraðað í samræmi við nýjar áherslur.

Íslenska fyrir okkur hin - tilraunaútgáfa

Vaxandi þörf er á kennslu í íslensku fyrir erlenda nemendur á öllum aldri. Bókin er samin með það að leiðarljósi að hún byggi á markvissan hátt upp orðaforða um nemandann og málefni sem standa honum nær. Í þeim tilgangi er mikil áhersla lögð á að útskýra merkingu orða með myndum. Ítarlegar kennsluleiðbeiningar má nálgast á www.idnu.is

Sérkort 1:200 000 Snæfellsnes - Borgarfjörður

Vandað og handhægt kort yfir vinsælt landsvæði á Íslandi. Á kortinu eru einnig ljósmyndir og upplýsingar um helstu ferðamannastaði á svæðinu. Kortið er unnið eftir nýjustu stafrænum gögnum og þar eru helstu upplýsingar um vegi, vegalengdir og ferðaþjónustu. Mælikvarði: 1:200 000. Blaðstærð: 41 x 100 cm. Tungumál: Íslenska, enska, þýska, franska.

Sýklafræði og sýkingavarnir - tilraunaútgáfa

Í bókinni er fjallað um mismunandi tegundir örvera, sérkenni þeirra og byggingu, en sérstök áhersla lögð á sjúkdómsvaldandi örverur auk ítarlegrar umfjöllunar um sýkingavarnir. Bókin er ætluð nemendum í heilbrigðisvísindum á framhaldsskólastigi en jafnframt öllum þeim sem vilja fræðast um grundvallaratriði sýklafræði og sýkingavarna.