Útgefandi: Karíba útgáfa

Ljóð fyrir klofið hjarta

Í „Ljóð fyrir klofið hjarta” fer skáldið með þér í innilegt ferðalag um landslag tilfinninga og endurómar hvísl tveggja heima. Þessi ljóð blanda fallega saman Íslandi og Venesúela og skapa einstakan samruna sem fagnar bakgrunni skáldsins á sama tíma og skáldið kannar andstæðurnar milli hennar fyrsta og núverandi heimilis.

Svona tala ég

Gleymdu þér í frábæru ævintýri Simonu þar sem hún uppgötvar heim íslenskrar tungu í „Svona tala ég“. Þessi bók er ómissandi fyrir þá sem vilja stuðla að samþættingu og virðingu fyrir öllum börnum, sama hvaða uppruna þau hafa eða hvaða hreim þau tala íslensku með. „Svona tala ég“ minnir okkur á hvað við erum öll heppin að geta talað íslensku.