Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Úr heljar­greipum

  • Höfundur Baldur Freyr Einarsson
Forsíða bókarinnar

„Alinn upp við ofbeldi og óreglu fetar Baldur sama veg þegar hann eldist en snýr við blaðinu eftir hreint ótrúlegt lífshlaup, ákveðinn í að nota reynslu sína til að hjálpa öðrum. Mögnuð bók sem gefur sjaldgæfa innsýn í heim sem við þekkjum frekar úr glæpasögum. Einlæg frásögn sem veitir von þeim sem eru fastir á vondum stað og aðstandendum þeirra.“

„Á köflum hefði maður viljað spenna öryggisbeltin við lesturinn.“

Guðríður Haraldsdóttir blaðamaður

„Baldur lýsir hér á einlægan og opinskáan hátt ótrúlegu lífshlaupi sínu og leyfir lesandanum að sjá inn í heim sem okkur flestum er ókunnugur. Um leið og sagan er átakanleg og á köflum líkust reyfara er hér um raunverulega atburði að ræða og raunverulega sögu manns sem upplifði hörmungar sem ekkert barn á að upplifa. Sagan er jafnframt uppgjör við fortíðina og saga raunverulegrar endurreisnar brotins manns.“
Theódór Francis klínískur félagsráðgjafi

„Þetta er stórkostleg frásögn sem grípur mann frá fyrstu blaðsíðu. Hún færir mann í heim niðurrifs og ofbeldis, fíknar og örvæntingar en tekur lesandann síðan í vegferð vonar og endurreisnar. Það var í þeim hluta sem að skelfingin yfir myrkrinu breyttist í gleðitár sem hættu ekki að renna fyrr en ég lagði þessa magnþrungnu bók frá mér.“
Hannes Lentz einn af stofnendum ABC barnahjálpar