Vatnið

Forsíða bókarinnar

Við Djúpvitravatnið standa tvær borgir, Silfurskeiðaborg og Vatnadísarborg, hvor sínu megin við vatnið. Vatnið er matarkista borgarbúa, en þar veiðast líka allskonar fræði, sögur og ljóð. Það eru erfiðir tímar því nú hefur nornin Emja eitrað allt með illsku sinni og lygi.

Við Djúpvitravatnið standa tvær borgir, Silfurskeiðaborg og Vatnadísarborg, hvor sínu megin við vatnið. Vatnið er matarkista borgarbúa, en þar veiðast líka allskonar fræði, sögur og ljóð. Það eru erfiðir tímar því nú hefur nornin Emja komið sér fyrir á eyju á vatninu og eitrar allt í kringum sig með illsku og lygi og fyllir fólkið af hatri og heift. Það stefnir í styrjöld á milli borganna tveggja þegar tvö börn, hvort frá sinni borg, komast á snoðir um fornan spádóm um að börn eigi að bjarga heiminum. Þau leggja því í mikla hættuför út í óvissuna.