Rannsóknir í aðferðafræði

Í bókinni er fjallað um flestar hliðar rannsókna frá aðferðum og áætlunum yfir í framsetningu og útgáfu. Flest umfjöllunarefni bókarinnar hafa víða skírskotun og mun hún því gagnast nemum, iðkendum og fræðimönnum. Í handbókinni eru 41 kafli og höfundar eru um 50. Þótt hér sé um viðamikla handbók að ræða er hún mjög aðgengileg enda er henni ætlað að vera í senn kennslubók og uppflettirit.