Höfundur: Andri Freyr Sigurpálsson

Best fyrir

Framtíðin er ekki óskrifað blað í augum þeirra höfunda sem deila hér reynslu sinni. Í níu sannsögum er ferðast um tímann í gegnum heimaslátrun, átök við íslenska veðrið, skíðakennslu á Ítalíu, ástir, eftirpartí, undarlegt háttalag konu um nótt og súran kvíða samtímans. Hér er tekist á við kunnuglegan tilvistarótta og gefin fyrirheit um framhaldið.