Höfundur: Andy Griffiths
Úr eldri árgöngum
Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.
| Titill | Höfundur | Útgefandi | Lýsing |
|---|---|---|---|
| 13 hæða trjáhúsið | Andy Griffiths | Bókaútgáfan Hólar | 13 hæða trjáhúsið þeirra Adda og Tedda er stórkostlegasta trjáhús heims! Það er með keiluhöll, gegnsærri glersundlaug, laug með mannætuhákörlum, leynilegri neðanjarðarrannsóknarstofu og sykurpúðavél sem eltir þig um allt og skýtur sjálfkrafa sykurpúðum upp í þig, hvenær sem þú finnur til svengdar. |
| 26 hæða trjáhúsið | Andy Griffiths | Bókaútgáfan Hólar | Komdu í heimsókn til Adda og Tedda í nýstækkaða trjáhúsið þeirra, sem er nú með 13 glænýjum hæðum. Þar má m.a. finna klessubílabraut, hjólabrettaramp, þyngdarleysistank, íshöll með 78 bragðtegundum og Völundarvitið, sem er völundarhús sem enginn hefur nokkru sinni ratað aftur út ... alla vega ekki enn. Jæja, eftir hverju ertu að bíða? Komdu upp! |