Höfundur: Ari Jóhannesson

Dagslátta

Ari Jóhannesson læknir sækir yrkisefni sín öðrum þræði í starf sitt og tvinnar saman ljóðmál og læknamál í áhrifaríkum svipmyndum af fólki á ystu nöf. Lífsháskinn er hvergi fjarri en skáldið lýsir því sem fyrir ber með kímnu raunsæi. Þetta er önnur ljóðabók Ara en fyrir þá fyrri hlaut hann Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar.