Höfundur: Arndís Lóa Magnúsdóttir

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Litli prinsinn Antoine de Saint-Exupéry Benedikt bókaútgáfa Sígild og ástsæl saga um flugmann sem brotlendir í eyðimörk og hittir þar lítinn prins frá ókunnugri plánetu. Prinsinn segir honum frá ferð sinni um alheiminn, öllum sem hann hefur hitt og öllu því sem hann hefur lært um lífið. Hún hefur komið út á yfir 250 tungumálum og selst í meira en 200 milljónum eintaka. Ný þýðing Arndísar Lóu Magnúsdóttur.
Skurn Arndís Lóa Magnúsdóttir Una útgáfuhús Ung stúlka stríðir við svefnleysi eftir að tvíburasystir hennar lendir í slysi. Hún reynir að dreifa huganum með því að hugsa um allt sem er kringlótt. Skurn er fíngerð ljóðsaga um aðskilnað og áföll, styrk og viðkvæmni, og eftir stendur spurningin hvort hægt sé að skilja sársauka annarra.