Höfundur: Benný Sif Ísleifsdóttir

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Djúpið Benný Sif Ísleifsdóttir Forlagið - Mál og menning Árið 1975 er vísindafólk ráðið til starfa hjá Búseturöskun ríkisins til að efla mannlíf og atvinnu í Djúpinu. Þar rekst líffræðineminn Valborg á veruleika þar sem hlutverk konunnar er að hella upp á kaffi og stjana við karlana, sem taka allar ákvarðanir þótt svo eigi að heita að það sé kvennaár. Heillandi saga eftir höfund Hansdætra.
Einstakt jólatré Benný Sif Ísleifsdóttir Forlagið - Mál og menning Öll fjölskyldan heldur út í skóg á aðventunni í leit að fullkomnu jólatré. Sitt sýnist hverjum um hvaða tré skuli velja en á endanum er það Unnsteinn sem fær að ráða. Hugljúf saga um fegurðina í því einstaka eftir Benný Sif Ísleifsdóttur með heillandi myndum Linn Janssen.
Gratíana Benný Sif Ísleifsdóttir Forlagið - Mál og menning Framhald Hansdætra. Framtíðarvonir Gratíönu eru að engu orðnar eftir árin í Bótarbugt en Evlalía móðir hennar er óbuguð enn. Með kænsku kemur hún Gratíönu suður og markar nýja stefnu fyrir þær Ásdísi litlu. En ekki allar mæður komast frá börnunum sínum. Áhrifarík og hjartastyrkjandi skáldsaga um sögupersónur sem lifa áfram með lesandanum.