Höfundur: Berglind Sigursveinsdóttir

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Penelópa bjargar prinsi Jóna Valborg Árnadóttir og Berglind Sigursveinsdóttir Bókabeitan Penelópa hefur margoft heyrt ævintýrið um prinsinn sem beit í epli galdrakerlingar og féll í dá. Samkvæmt því hefur hann legið í gullkistu uppi á fjallstindi í heila öld! Hún ákveður að kanna hvort sagan sé sönn, finna kistuna og bjarga prinsinum. Hér er gömlum ævintýraminnum snúið á hvolf svo sagan kemur skemmtilega á óvart.
Tröllamatur Berglind Sigursveinsdóttir Unga ástin mín Sérlega skemmtileg og fallega myndskreytt barnabók eftir listakonuna Berglindi Sigursveinsdóttur. Lítil mannabörn þurfa að passa sig á að vera ekki ein úti að þvælast að nóttu til. Þá fara tröllin á kreik að leita sér að mat. Spennandi en um leið hlý bók sem lítil börn hafa mjög gaman að.