Höfundur: Bubbi Morthens
Úr eldri árgöngum
Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.
| Titill | Höfundur | Útgefandi | Lýsing |
|---|---|---|---|
| Föðurráð | Bubbi Morthens | Forlagið - Mál og menning | Bubba Morthens þekkja allir og saga hans hefur verið sögð og skráð en Bubbi mætir sífellt nýjum veruleika: Hér yrkir hann um lífsreyndan föður sem fylgist með ungum dætrum á leið út í lífið, þann ólgusjó sem hann hefur sjálfur siglt, en ráð hans og orð fá ekki alltaf hljómgrunn. Í brjóstinu býr uggur en líka fögnuður yfir nýjum degi, nýrri veröld. |
| Orð, ekkert nema orð | Bubbi Morthens | Forlagið - Mál og menning | Bubbi Morthens er elskaður og dáður fyrir einlæg ástarljóð sín, beittar ádeilur og skarpa sjálfsgagnrýni í söngvum og textum. Hér birtir hann fjölbreytt ljóð um lífið og ástina, orðin og náttúruna, ásamt áhrifamiklum minningarljóðum um tónlistarfólk og ágengum prósaljóðum. Allt eru þetta kraftmiklar myndir mótaðar í orð af skáldi sem á... |