Höfundur: Daníel Hansen

Forystufé og fólkið í landinu

Íslenskar sauðkindur eru fagrar og harðgerðar. En málið er ekki alveg svo einfalt. Þær geta verið tvenns konar: forystufé og annað fé. Forystufé hefur fylgt íslensku þjóðinni allt frá landnámi og hafa bændur í gegnum aldirnar notfært sér einstaka hæfileika þess. Hér er að finna aðgengilegan fróðleik og fjölda sagna um þessar sérstöku kindur.