Höfundur: Gísli Jökull Gíslason

Örlagaskipið Artic

Íslenskir sjómenn í ólgusjó seinni heimsstyrjaldarinnar

Saga íslensku skonnortunnar Arctic er stórbrotin saga örlaga, njósna, misréttis og misþyrminga. Útsendarar Þjóðverja beittu skipverja hótunum til að fá þá til njósna en Bretar komust á snoðir um verkefni áhafnarinnar, sem lenti eftir það í fangabúðum. Bókin byggir m.a. á breskum leyniskjölum sem nýlega voru gerð opinber.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Iceland in World War II Extended version Gísli Jökull Gíslason Bókaútgáfan Sæmundur Höfundur rekur stríðsárasögu Íslands en enginn einn atburður hefur haft eins mikil áhrif á sögu landsins og seinni heimsstyrjöldin. Fyrir stríð var þjóðin ein sú fátækasta í Evrópu en eftir það í hópi hinna ríkari. Bókin, sem er skrifuð á ensku, kom fyrst út 2019 og er sú útgáfa uppseld. Hér er á ferðinni önnur og aukin útgáfa.