Örlagaskipið Artic
Íslenskir sjómenn í ólgusjó seinni heimsstyrjaldarinnar
Saga íslensku skonnortunnar Arctic er stórbrotin saga örlaga, njósna, misréttis og misþyrminga. Útsendarar Þjóðverja beittu skipverja hótunum til að fá þá til njósna en Bretar komust á snoðir um verkefni áhafnarinnar, sem lenti eftir það í fangabúðum. Bókin byggir m.a. á breskum leyniskjölum sem nýlega voru gerð opinber.