Höfundur: Guðrún Björk Guðsteinsdóttir

Að vestan

Íslensk-kanadískar smásögur

W. D. Valgardson, David Arnason og Kristjana Gunnars hafa tekið margvíslegan þátt í að móta ímynd íslenska frændgarðins í Kanada en eru þó fyrst og fremst kanadískir höfundar. Með sögum sínum veita þau innsýn í margbreytilegt líf og hugsun vestan hafs. Um leið upplýsa sögurnar í bókinni lesendur um mikilvægi og grósku smásagnahefðarinnar í Kanada.