Höfundur: Gunnar F. Guðmundsson

Pater Jón Sveinsson – Nonni

Auðmjúkur prestur, rithöfundur, kennari, fyrirlesari, tónlistarmaður, heimsborgari, Pater Jón Sveinsson lifði alla ævi í heimi bernskunnar þrátt fyrir að vera einn víðförlasti og þekktasti Íslendingur síns tíma. – Ævisaga Nonna kemur nú út í nýrri útgáfu en bókin hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin þegar hún kom fyrst út árið 2012.