Höfundur: Gunnsteinn Ólafsson

Hjarta Íslands – Frá Hrísey til Fagradalsfjalls

Hjarta Íslands – Frá Hrísey til Fagradalsfjalls er þriðji og síðasti hluti stórvirkis Gunnsteins Ólafssonar og Páls Stefánssonar um Ísland. Gunnsteinn fléttar hér saman náttúrulýsingum, sögu, þjóðtrú og bókmenntum og Páll Stefánsson ljósmyndari sýnir allar sínar bestu hliðar, bæði á jörðu niðri og úr lofti.