Niðurstöður

  • Halla Kjartansdóttir

Barnalestin

Amerigo er sjö ára og býr í sárri fátækt með móður sinni í Napólí. Heimsstyrjöldinni er nýlokið og allt er í rúst. Fjölmörg börn úr borginni eru send til vetrardvalar norður í landi, þar sem ástandið er skárra. Sum snúa aldrei aftur. Ljúfsár og heillandi saga byggð á sönnum atburðum, um harða lífsbaráttu, fjölskyldubönd og neyðina sem markar fólki bás og örlög.

Ég verð hér

Trina þarf að fást við fastista sem banna henni að kenna á þýsku, stíflu sem hugsanlega drekkir þorpinu hennar og heimstyröld sem tekur son hennar og mann frá henni. Þegar dóttir hennar hverfur gefur hún aldrei upp von um að finna hana aftur. Margverðlaunuð bók sem hefur farið sigurför um heiminn.