Höfundur: Halla Kjartansdóttir

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Barnalestin Viola Ardone Forlagið - Mál og menning Amerigo er sjö ára og býr í sárri fátækt með móður sinni í Napólí. Heimsstyrjöldinni er nýlokið og allt er í rúst. Fjölmörg börn úr borginni eru send til vetrardvalar norður í landi, þar sem ástandið er skárra. Sum snúa aldrei aftur. Ljúfsár saga byggð á sönnum atburðum, um harða lífsbaráttu, fjölskyldubönd og neyðina sem markar fólki bás og örlög.
Betri líðan á breytingaskeiði Heilnæmt mataræði og girnilegar uppskriftir Severine Menem Forlagið - Vaka-Helgafell Konur geta hamið einkenni breytingaskeiðs og aukið lífsgæði sín með því að huga vel að daglegu mataræði. Hér er að finna ráðgjöf um næringu og venjur sem koma jafnvægi á hormón, styrkja bein og vöðva og hafa jákvæð áhrif á geðheilsu. Lífsstíls- og næringarráðgjöf með yfir áttatíu ljúffengum uppskriftum sem auka orku og vellíðan á breytingaskeiði.
Blóðmáni Jo Nesbø Forlagið - JPV útgáfa Harry Hole ætlar að drekka sig í hel því líf hans er í rúst. Þegar velgjörðarkona hans lendir í klandri ákveður hann að bjarga henni og á sama tíma fær hann tilboð um að vinna fyrir norskan auðmann. Tvær konur hafa fundist myrtar og er hann meðal grunaðra. Harry hefur nauman tíma til að leysa málið og flestir í lögreglunni eru andsnúnir honum.
Depurð Af hverju líður okkur svona illa þegar við höfum það svona gott? Anders Hansen Benedikt bókaútgáfa Mikilvægasta hlutverk heilans er að lifa af, ekki að líða vel. Kvíði og depurð eru náttúrulegt ástand, leifar langt aftan úr forneskju þegar lífsbaráttan var hörð og við áttum sífellt á hættu að deyja. Geðlæknirinn Anders Hansen útskýrir hér á aðgengilegan hátt ákveðna þætti í virkni heilans og hvað við getum gert til að létta okkur róðurinn.
Elskhuginn Helene Flood Benedikt bókaútgáfa Íbúar hverfisins fyllast óhug þegar kettir hverfa og finnast illa útleiknir. Maðurinn á efri hæðinni finnst myrtur. Fólk kemst að því hvað það veit lítið um granna sína og jafnvel sína nánustu. Mun hjónaband Rikke lifa af eða tortímast?
Ég verð hér Marco Balzano Drápa Trina þarf að fást við fastista sem banna henni að kenna á þýsku, stíflu sem hugsanlega drekkir þorpinu hennar og heimstyröld sem tekur son hennar og mann frá henni. Þegar dóttir hennar hverfur gefur hún aldrei upp von um að finna hana aftur. Margverðlaunuð bók sem hefur farið sigurför um heiminn.
Tríó Johanna Hedman Forlagið - JPV útgáfa Thora er einkabarn auðugra bóhemforeldra, fædd með silfurskeið í munni inn í sænska yfirstétt. Hún og August eru bernskuvinir en rót kemur á samband þeirra þegar Hugo kemur til sögunnar. Þau dragast hvert að öðru en undir yfirborðinu krauma andstæður, stéttamunur, ást – eða óvissa um ást – og jafnvægið sem ríkir á milli þeirra er afar viðkvæmt.