Höfundur: Hallveig Thorlacius

Babúska

Reimleikar og voðaverk

Ung stúlka í Reykjavík verður fyrir bíl og lætur lífið. Rússnesk stúlka, sem vinnur við skúringar, er eina vitnið að atburðinum. Norður í Urriðavík stendur öll sveitin á öndinni vegna dularfullra morða og reimleika. Tengjast þessir atburðir? Hallveig Thorlacius leysir gátuna í grípandi og spennandi frásögn sem er ekki laus við gráglettni.