Höfundur: Henrik Fexeus

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Blekkingin Camilla Läckberg og Henrik Fexeus Sögur útgáfa Hörkuspennandi saga eftir glæpasagnadrottninguna Camillu Läckberg og sjáandann Henrik Fexeus – sjálfstæð bók í æsispennandi þríleik um lögreglukonuna Mínu Dabiri og sjáandann Vincent Walder. Kassinn og Gátan hafa slegið rækilega í gegn – nú er það Blekkingin sem þenur taugar lesandans.
Fórnarlambið Henrik Fexeus Sögur útgáfa Þegar Davíð fær tölvupóst frá ókunnri konu sem segist hafa upplýsingar um æsku hans setur að honum óhug og hann vill helst hunsa póstinn. En þar sem Davíð á engar minningar frá æskunni, hefur forvitnin betur og hann svarar póstinum. Í skuggunum lúra áratugagömul leyndarmál og leikendur sem vilja allt til vinna að sannleikurinn komi ekki í ljós.
Gátan Camilla Läckberg og Henrik Fexeus Sögur útgáfa Gátan er hörkuspennandi saga eftir glæpasagnadrottninguna Camillu Läckberg og sjáandann Henrik Fexeus – sjálfstæð bók í æsispennandi þríleik um lögreglukonuna Mínu Dabiri og sjáandann Vincent Walder. Kassinn kom út árið 2020 og sló rækilega í gegn – nú er það Gátan sem þenur taugar lesandans.
Kassinn Camilla Läckberg og Henrik Fexeus Sögur útgáfa Ung kona finnst látin í kassa sem sverð hafa verið rekin í gegnum. Lögreglan stendur ráðþrota: Snýst þetta um töfrabragð sem farið hefur úrskeiðis eða hrottalegt morð? Kassinn er hörkuspennandi saga eftir glæpasagnadrottninguna Camillu Läckberg og sjáandann Henrik Fexeus – sú fyrsta í röðinni í væntanlegum þríleik.