Höfundur: Hrefna Svanborgar Karlsdóttir

Boðaföll

Nýjar nálganir í sjálfsvígsvörnum

Sjálfsvíg og sjálfsskaði eru málefni sem snerta okkur öll. Boðaföll er fyrsta íslenska bókin sem fjallar um þetta út frá persónulegri reynslu höfunda af öngstræti. Bókin miðlar raunverulegri von um bata fyrir öll sem hafa þjáðst á þennan hátt. Bókin gagnast fólki í vanlíðan, ástvinum þeirra, fagfólki og samfélaginu öllu.