Höfundur: Inga S. Ragnarsdóttir

Samspil

myndhöggvarar á Korpúlfsstöðum 1973-1993

Bókin er gefin út í tilefni af 100 ára fæðingarafmæli Ragnars Kjartanssonar og þess að 50 ár eru síðan Myndhöggvarafélagið í Reykjavík settu upp fyrstu almennu vinnustofurnar fyrir myndlistarmenn á Íslandi á Korpúlfsstöðum. Í bókinni er fjallað um feril Ragnars, sýninguna Samspil og áhrifaríka sögu vinnustofanna og starfsemi Myndhöggvarafélagsins.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Deiglumór, Keramik úr íslenskum leir 1930-1970 Inga S. Ragnarsdóttir og Kristín G. Guðnadóttir Minningarsjóður um Ragnar Kjartansson 1923-1988 Í bókinni er fjallað um leirnýtingu og framleiðslu á keramiki úr íslenskum leir á árunum 1930-1970. Saga helstu verkstæðanna: Listvinahússins, Funa, Laugarnesleirs, Leirmunaverkstæðis Benedikts Guðmundssonar, Roða og Glits er rakin. Ríkulega myndskreytt með myndum frá verkstæðunum, sýningum og af fjölda leirmuna.