Höfundur: Linda Vilhjálmsdóttir
Úr eldri árgöngum
Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.
| Titill | Höfundur | Útgefandi | Lýsing |
|---|---|---|---|
| Humm | Linda Vilhjálmsdóttir | Forlagið - Mál og menning | Í þessari látlausu og fallegu ljóðabók vefur Linda Vilhjálmsdóttir persónulega sögu sína og bernskuminningar saman við reynslu formæðra sinna svo að úr verður voldugur hljómur sem endurómar í huga lesanda lengi eftir að lestrinum er lokið. |
| Safnið Ljóð Lindu Vilhjálmsdóttur | Linda Vilhjálmsdóttir | Forlagið - Mál og menning | Linda Vilhjálmsdóttir skáld er þekkt fyrir beinskeytt og meitluð ljóð. Þetta safn geymir allar níu ljóðabækur hennar frá árabilinu 1990-2022, auk nokkurra ljóða sem birst hafa annars staðar eða eru áður óbirt. Inngangsorð skrifar Kristín Eiríksdóttir og í bókarlok er viðtal Hauks Ingvarssonar við Lindu þar sem hún segir frá lífi sínu og skáldskap. |