Höfundur: Liza Marklund

Veðrafjall

Í miðjum Jónsmessufagnaði í bænum Stenräsk flýtur lík upp úr Köldumýri. Í fyrstu er talið að þetta sé lík eiginkonu lögreglustjórans Wikings Stormberg sem hafði horfið fyrir mörgum árum. En svo kemur í ljós að líkið er af karlmanni. Það hafði verið fest við botn mýrinnar með stiku í gegnum hjartað – eins og í vampírusögu.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Heimskautsbaugur Liza Marklund Ugla Fimm unglingsstúlkur í litlum smábæ nyrst í Svíþjóð ákveða að mynda leshring sem þær kalla Heimskautsbaug. Ein þeirra hverfur sporlaust sumarið 1980. Fjörutíu árum síðar finnst lík hennar. Um jólin 2020 hittast konurnar í fyrsta sinn eftir að vinkona þeirra hvarf. Þá kemur í ljós að það var eitthvað í samskiptum þeirra sem leiddi til hvarfsins á...
Kaldamýri Liza Marklund Ugla Bærinn Stenräsk árið 1990. Miði á eldhúsborðinu: „Ástin mín. Ég fór að tína krækiber. Varð að komast út. Markus er hjá Karinu.“ Neðst í hægra horninu var stjarnan sem líktist litla óreglulega örinu á maganum. Merki Helenu. Myrkur skall á en Helena kom ekki heim ... – Sjálfstætt framhald metsölubókarinnar Heimskautsbaugurinn.