Höfundur: Maria Adolfsson

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Doggerland Að duga eða drepast Maria Adolfsson Forlagið - JPV útgáfa Á sólríkum degi koma íbúar Doggerlands saman við höfnina. Gleðin breytist í martröð þegar skotið er á fólk en byssumaðurinn finnst síðan látinn. Karen Eiken Hornby, sem er komin átta mánuði á leið, er ákveðin í að komast að því hvað bjó að baki árásinni. Um leið stofnar hún lífi sínu og annarra í hættu. Þetta er fjórða bókin í Doggerland-seríunni.
Milli steins og sleggju Maria Adolfsson Forlagið - JPV útgáfa Heimsfræg poppstjarna er stödd á Doggerlandi við upptökur á nýrri plötu. En rétt áður en upptökunum lýkur hverfur hún sporlaust. Á sama tíma tekur hrottafenginn kynferðisafbrotamaður upp þráðinn í höfuðborginni. Karen Eiken Hornby þarf því að kljást við tvö snúin sakamál í einu. Þetta er þriðja bókin í Doggerland-seríunni vinsælu.