Niðurstöður

  • Max Seeck

Norna­veiðar

Eiginkona glæpasagnahöfundarins Rogers Koponen finnst myrt og stillt upp í afkáralegri stellingu á heimili þeirra á meðan hann er hinum megin á landinu að kynna nýjustu bókina sína. Lögreglukonan Jessica Niemi stýrir rannsókninni og þegar fleiri uppstillt lík koma í ljós telur hún að raðmorðingi sé að endurskapa atriði úr bókum Koponens. Martröðin er rétt að byrja.