Höfundur: Ólafur J. Engilbertsson

Steyptir draumar - líf og list Samúels Jónssonar

Í þessari bók er fjallað um líf og list Samúels Jónssonar í Selárdal og birtur fjöldi mynda af verkum hans. Einnig er sagt frá endurreisnarstarfinu á verkum hans og byggingum. Bókin er 160 blaðsíður að stærð, innbundin og í stóru broti. Hún fæst í helstu bókaverslunum og hjá útgefendum, Listasafni Samúels og Sögumiðlun.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Þórir Baldvinsson arkitekt Ólafur J. Engilbertsson, Árni Daníel Júlíusson, Jóhannes Þórðarson, Ólafur Mathiesen og Pétur H. Ármannsson Sögumiðlun Þórir Baldvinsson (1901-1986) arkitekt var í senn framúrstefnumaður í anda funksjónalisma og baráttumaður fyrir bættum húsakosti til sveita. Hann veitti Teiknistofu landbúnaðarins forstöðu á árunum 1938-1969. Í þessari bók er yfirlit verka Þóris ásamt greinum um líf hans og starf. Úlfur Kolka sá um hönnun.