Höfundur: Sigurður Karlsson
Úr eldri árgöngum
Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.
| Titill | Höfundur | Útgefandi | Lýsing |
|---|---|---|---|
| Maðurinn sem dó | Antti Tuomainen | Skrudda | Jaakko Kaunisma er farsæll sveppabóndi í finnskum smábæ þar til einn fagran sumardag að líf hans umturnast. Niðurstöður læknisrannsókna staðfesta að honum hefur verið byrlað eitur, í smáum skömmtum á löngum tíma. Hann er dauðvona aðeins 37 ára gamall. Hefst nú æsispennandi leit hans að þeim sem vilja hann feigan. |
| Nornaveiðar | Max Seeck | Forlagið - JPV útgáfa | Eiginkona glæpasagnahöfundarins Rogers Koponen finnst myrt og stillt upp í afkáralegri stellingu á heimili þeirra á meðan hann er hinum megin á landinu að kynna nýjustu bókina sína. Lögreglukonan Jessica Niemi stýrir rannsókninni og þegar fleiri uppstillt lík koma í ljós telur hún að raðmorðingi sé að endurskapa atriði úr bókum Koponens. |
| Ofurstynjan | Rosa Likson | Skrudda | Í Lapplandi situr öldruð kona á eintali við sjálfa sig og lífssaga hennar streymir fram. Hún er fædd á tíma haturs – hún vex upp og verður kona á tíma haturs og hefndar. Faðir hennar hafði gert hana að dóttur hins hvíta Finnlands – eiginmaður hennar, Ofurstinn, gerir hana að nasista. Finnska þjóðin býr sig undir stríð við Sovét-Rússland, fyrst ... |