Höfundur: Sirrý Arnardóttir

Betri tjáning

Örugg framkoma við öll tækifæri

Langar þig til að eiga auðveldara með að spjalla við fólk í fjölmenni, sér í lagi þegar þú þekkir fáa? Viltu verða betri í að halda tækifærisræður? Finnst þér þú tala of hratt þegar spennan tekur völdin? Hvernig er best að tjá sig á fjarfundum? Betri tjáning er bók fyrir alla þá sem kljást við vandamál af þessu tagi – og marga aðra.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Saga finnur fjársjóð (og bætir heiminn í leiðinni) Sirrý Arnardóttir Veröld Saga er nýflutt í borgina og leiðist. Hún fer út og hittir þar þrjá stráka sem allir eru eins, og saman ákveða þau að gera heiminn betri. Þau byrja á því að tína upp rusl í fjörunni og finna þar óvenjulegan fjársjóð sem hefur óvæntar afleiðingar í för með sér ...